Meðhöndlun aflandsfélaga sýndu ranga stöðu Landsbankans Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2011 18:42 Meðhöndlun aflandsfélaga sem héldu utan um kauprétti starfsmanna Landsbankans og eru nú ein þungamiðjan í rannsókn sérstaks saksóknara á bankanum varð þess valdandi að eigið fé bankans varð meira en 50 milljörðum króna hærra í ársreikningi og staða hans sýndist því mun betri en hún var í raun. Stór liður í rannsókn sérstaks saksóknara vegna meintrar markaðsmisnotkunar bankans snýst um kaup á hlutabréfum í bankanum af hálfu félaga sem héldu utan um kauprétti starfsmanna Landsbankans og lánveitingar til þessara félaga. Átta aflandsfélög í eigu Landsbankans sem stofnuð voru utan um kauprétti starfsmanna voru látin kaupa 13,2 prósenta hlut sem gerði þau samanlagt að næststærsta eiganda bankans. Öll félögin lutu stjórn æðstu stjórnenda Landsbankans, þ.e Sigurjóns og Halldórs J. Kristjánssonar, án þess að smærri hluthafar og eftirlitsaðilar hefðu hugmynd um það. Félögin átta voru skráð í Panama, á Tortóla eða Guernsey og báru nöfn sem erfitt var að tengja við bankann. Upphaflega fengu þau öll lán fyrir bréfum Landsbankans hjá bankanum sjálfum. Lögum samkvæmt mátti bankinn að hámarki eiga tíu prósenta hlut í sjálfum sér, en þessi 13,2 prósenta hlutur laut eins og áður segir beinum yfirráðum bankastjóranna og hafði bankinn því yfirráð yfir mun stærri hlut en lög leyfðu. Norskir sérfræðingar hjá fyrirtækinu LYNX Advokatfirma sem gerðu úttekt á starfsemi Landsbankans, gagnrýna harkalega í skýrslu sem þeir unnu og Stöð 2 hefur undir höndum hvernig kaup á eigin bréfum í bankanum voru færð til bókar í efnahagsreikningi bankans, en þeir telja að eigið fé Landsbankans hafi átt að vera meira en 50 milljörðum króna minna en ársreikningur bankans fyrir árið 2007 gaf til kynna. Meðal annars vegna eigin bréfa bankans sem voru í eigu áðurnefndra aflandsfélaga sem héldu utan um kauprétti. Skýrslutökur vegna rannsóknar sérstaks saksóknara héldu áfram eftir að Sigurjón Þ. Árnason og Ívar Guðjónsson voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Að sögn Friðjóns Arnar Friðjónssonar verjanda Halldórs J. Kristjánssonar kemur Halldór til landsins á morgun og hefur hann verið boðaður í skýrslutöku strax sama dag. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Meðhöndlun aflandsfélaga sem héldu utan um kauprétti starfsmanna Landsbankans og eru nú ein þungamiðjan í rannsókn sérstaks saksóknara á bankanum varð þess valdandi að eigið fé bankans varð meira en 50 milljörðum króna hærra í ársreikningi og staða hans sýndist því mun betri en hún var í raun. Stór liður í rannsókn sérstaks saksóknara vegna meintrar markaðsmisnotkunar bankans snýst um kaup á hlutabréfum í bankanum af hálfu félaga sem héldu utan um kauprétti starfsmanna Landsbankans og lánveitingar til þessara félaga. Átta aflandsfélög í eigu Landsbankans sem stofnuð voru utan um kauprétti starfsmanna voru látin kaupa 13,2 prósenta hlut sem gerði þau samanlagt að næststærsta eiganda bankans. Öll félögin lutu stjórn æðstu stjórnenda Landsbankans, þ.e Sigurjóns og Halldórs J. Kristjánssonar, án þess að smærri hluthafar og eftirlitsaðilar hefðu hugmynd um það. Félögin átta voru skráð í Panama, á Tortóla eða Guernsey og báru nöfn sem erfitt var að tengja við bankann. Upphaflega fengu þau öll lán fyrir bréfum Landsbankans hjá bankanum sjálfum. Lögum samkvæmt mátti bankinn að hámarki eiga tíu prósenta hlut í sjálfum sér, en þessi 13,2 prósenta hlutur laut eins og áður segir beinum yfirráðum bankastjóranna og hafði bankinn því yfirráð yfir mun stærri hlut en lög leyfðu. Norskir sérfræðingar hjá fyrirtækinu LYNX Advokatfirma sem gerðu úttekt á starfsemi Landsbankans, gagnrýna harkalega í skýrslu sem þeir unnu og Stöð 2 hefur undir höndum hvernig kaup á eigin bréfum í bankanum voru færð til bókar í efnahagsreikningi bankans, en þeir telja að eigið fé Landsbankans hafi átt að vera meira en 50 milljörðum króna minna en ársreikningur bankans fyrir árið 2007 gaf til kynna. Meðal annars vegna eigin bréfa bankans sem voru í eigu áðurnefndra aflandsfélaga sem héldu utan um kauprétti. Skýrslutökur vegna rannsóknar sérstaks saksóknara héldu áfram eftir að Sigurjón Þ. Árnason og Ívar Guðjónsson voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Að sögn Friðjóns Arnar Friðjónssonar verjanda Halldórs J. Kristjánssonar kemur Halldór til landsins á morgun og hefur hann verið boðaður í skýrslutöku strax sama dag.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent