Viðskipti innlent

Brynjólfur verður forstjóri Icelandic Group

Brynjólfur Bjarnason
Brynjólfur Bjarnason

Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Icelandic Group, mun tímabundið gegna starfi forstjóra félagsins og tekur hann sæti í framkvæmdastjórn félagsins, ásamt Ævari Agnarssyni, forstjóra Icelandic USA og Magna Geirssyni, framkvæmdastjóra Icelandic UK.

Ástæðan er uppsögn forstjóra og aðstoðarforstjóra félagsins en þeir sögðu upp störfum þar sem hugmyndir þeirra samræmast ekki áherslum eigenda og stjórnar félagsins.

Félagið hefur verið í viðræðum við fjárfestingarfélagið Tríton, en þeim var slitið í vikunni.




Tengdar fréttir

Forstjórar segja upp störfum hjá Icelandic Group

Forstjóri og aðstoðarforstjóri Icelandi Group hafa sagt upp störfum vegna ákvörðunar Framtakssjóðs Íslands um að slíta viðræðum við Tríton. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Finnboga Baldvinssyni, forstjóra IG og Ingvari Eyfirði, aðstoðarforstjóra IG.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×