Vel heppnuð rokkplata Freyr Bjarnason skrifar 8. desember 2011 11:00 Hljómsveitin Ég, Ímynd fíflsins. Tónlist. Ímynd fíflsins. Hljómsveitin Ég. Þessi fjórða plata Hljómsveitarinnar Ég byggir á svipuðum grunni og fyrri verk sveitarinnar. Áhrif frá hippatónlist sjöunda áratugarins eru greinileg og hérna er samspil gítars, bassa og trommu stórgott. Annars er lágstemmt kassagítarrokk áberandi á plötunni og söngur forsprakkans Róberts Arnar Hjálmtýssonar er ekki eins hátt uppi og oft áður, sem er kostur. Róbert Örn er hnyttinn textahöfundur og hér gagnrýnir hann meðal annars leti neyslusamfélagsins og segir flest okkar fífl sem vilji sífellt láta fjölmiðla mata sig með misgáfulegu efni. Hann undanskilur sjálfan sig ekkert í þeim efnum, eins og mynd af honum sjálfum á umslaginu ber vott um. Melódísk tónlistin er þó ávallt í fyrirrúmi, grúví og töff, með Ferðalag og Hollywood-ást framarlega í flokki. Sem sagt: Vel heppnuð rokkplata með skemmtilegum textum. Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Fleiri fréttir Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist. Ímynd fíflsins. Hljómsveitin Ég. Þessi fjórða plata Hljómsveitarinnar Ég byggir á svipuðum grunni og fyrri verk sveitarinnar. Áhrif frá hippatónlist sjöunda áratugarins eru greinileg og hérna er samspil gítars, bassa og trommu stórgott. Annars er lágstemmt kassagítarrokk áberandi á plötunni og söngur forsprakkans Róberts Arnar Hjálmtýssonar er ekki eins hátt uppi og oft áður, sem er kostur. Róbert Örn er hnyttinn textahöfundur og hér gagnrýnir hann meðal annars leti neyslusamfélagsins og segir flest okkar fífl sem vilji sífellt láta fjölmiðla mata sig með misgáfulegu efni. Hann undanskilur sjálfan sig ekkert í þeim efnum, eins og mynd af honum sjálfum á umslaginu ber vott um. Melódísk tónlistin er þó ávallt í fyrirrúmi, grúví og töff, með Ferðalag og Hollywood-ást framarlega í flokki. Sem sagt: Vel heppnuð rokkplata með skemmtilegum textum.
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Fleiri fréttir Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira