Jón Halldór hættir á toppnum með kvennalið Keflavíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2011 00:33 Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, stýrði liðinu til Íslandsmeistaratitils í kvöld eftir 61-51 sigur í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna. Jón Halldór gaf það út eftir leikinn að hann væri hættur með liðið eftir fimm ára starf en liðið varð tvisvar Íslandsmeistari undir hans stjórn. „Þetta er með því stærsta sem maður hefur afrekað á ferlinum og þetta var ótrúlegt. Það var frábært að ná að klára þetta tímabil svona vel eftir brösugt gengi framan af," sagði Jón Halldór. „Maður er hálf kjánalegur með þetta og hreinlega orðlaus yfir þessarri frammistöðu. Við missum útlendinginn okkar sem var besti leikmaðurinn á Íslandsmótinu og það var frábært að ná að klára þetta með nýjum útlendingi," sagði Jón Halldór. „Ég er svo heppinn að vera með frábært lið í höndunum. Ef einhverjar eiga slakan leik þá koma bara aðrar og stíga upp í staðinn. Ég rúllaði á sjö stelpum í úrslitakeppninni og þær áttu allar frábærar innkomur þegar þær fóru inn á völlinn," sagði Jón Halldór en hann var ekki á því að leikurinn í kvöld hafi verið sá léttasti í úrslitaeinvíginu á móti Njarðvík. „Þetta er erfiðasti leikurinn til þess að undirbúa liðið fyrir hvað varðar andlega þættinn. Að vera tvö-núll yfir á móti liði sem á að vera, innan gæsalappa, slakara en við. Það var frábært að halda haus og klára þetta. Við unnum þetta á vörn í dag," sagði Jón Halldór en hvað tekur við hjá honum. „Nú er ég hættur og það er bara klárt. Ég er búinn að ræða þetta við formann deildarinnar og við fórum síðast yfir þetta fyrir fjórum dögum síðan. Þetta er orðið ágætt," sagði Jón Halldór. „Ég er ógeðslega stoltur af þessum tíma sem ég er búinn að vera hérna. Þetta er búinn að vera frábær tími hjá besta klúbb á Íslandi, það er frábært fólk í kringum þetta og nú er bara komið að einhverjum öðrum að taka við," sagði Jón Halldór en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, stýrði liðinu til Íslandsmeistaratitils í kvöld eftir 61-51 sigur í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna. Jón Halldór gaf það út eftir leikinn að hann væri hættur með liðið eftir fimm ára starf en liðið varð tvisvar Íslandsmeistari undir hans stjórn. „Þetta er með því stærsta sem maður hefur afrekað á ferlinum og þetta var ótrúlegt. Það var frábært að ná að klára þetta tímabil svona vel eftir brösugt gengi framan af," sagði Jón Halldór. „Maður er hálf kjánalegur með þetta og hreinlega orðlaus yfir þessarri frammistöðu. Við missum útlendinginn okkar sem var besti leikmaðurinn á Íslandsmótinu og það var frábært að ná að klára þetta með nýjum útlendingi," sagði Jón Halldór. „Ég er svo heppinn að vera með frábært lið í höndunum. Ef einhverjar eiga slakan leik þá koma bara aðrar og stíga upp í staðinn. Ég rúllaði á sjö stelpum í úrslitakeppninni og þær áttu allar frábærar innkomur þegar þær fóru inn á völlinn," sagði Jón Halldór en hann var ekki á því að leikurinn í kvöld hafi verið sá léttasti í úrslitaeinvíginu á móti Njarðvík. „Þetta er erfiðasti leikurinn til þess að undirbúa liðið fyrir hvað varðar andlega þættinn. Að vera tvö-núll yfir á móti liði sem á að vera, innan gæsalappa, slakara en við. Það var frábært að halda haus og klára þetta. Við unnum þetta á vörn í dag," sagði Jón Halldór en hvað tekur við hjá honum. „Nú er ég hættur og það er bara klárt. Ég er búinn að ræða þetta við formann deildarinnar og við fórum síðast yfir þetta fyrir fjórum dögum síðan. Þetta er orðið ágætt," sagði Jón Halldór. „Ég er ógeðslega stoltur af þessum tíma sem ég er búinn að vera hérna. Þetta er búinn að vera frábær tími hjá besta klúbb á Íslandi, það er frábært fólk í kringum þetta og nú er bara komið að einhverjum öðrum að taka við," sagði Jón Halldór en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum