Ágúst: Ekki í vafa um að ég setti nýtt hótelmet í tröppuhlaupi Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 9. desember 2011 06:00 Búnir á því. Ágúst og Gústaf Adolf hér vel þreyttir eftir tröppuhlaupið. fréttablaðið/pjetur Ísland og Kína eigast við í lokaleiknum í A-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld í Arena Santos. Með sigri tryggir Ísland sér sæti í 16-liða úrslitum og Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, vonast til þess að Ísland haldi áfram að taka skref upp á við á þessu heimsmeistaramóti. Ágúst og Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, sátu saman á kaffihúsi í Santos í gær og ræddu um handbolta. „Ágúst er að kenna mér hvernig við vinnum Svartfjallaland og hann fær allar upplýsingar um Kína frá mér,“ sagði Þórir og brosti en Noregur vann Kína með 27 marka mun. „Við þurfum að halda okkar striki í varnarleiknum og leika fast gegn þeim. Það verða einhverjar áherslubreytingar í vörn og sókn, ekki miklar. Það er mikilvægast að byrja vel, Kína hefur að engu að keppa og ef þær lenda undir þá hefur þeim gengið illa að koma til baka á þessu móti,“ segir Ágúst. „Það er líka mikilvægt fyrir okkur að halda ró okkar hvað sem kemur upp á. Í liðinu eru leikmenn sem við þurfum að hafa gætur á, línumaðurinn, sem ég man ekki hvað heitir, er hávaxinn og sterkur. Það er leikmaður sem dregur að sér athyglina og opnar fyrir aðra.“ Þórir kinkar kolli og er sammála því sem Ágúst segir. „Tæknileg mistök í sóknarleiknum eru einnig eitthvað sem við verðum að forðast að gera. Kína vill sækja hratt og skora úr hraðaupphlaupum. Annars snýst þetta mest um okkar lið. Ná upp stemningu, góðri vörn og bæta leik okkar jafnt og þétt,“ bætti Ágúst við. Þjálfarinn fékk ærið verkefni í gærkvöld þegar hann efndi loforð sitt um að hlaupa upp allar 22 hæðirnar á Mercure-hótelinu í Santos þar sem íslenska liðið dvelur. Gústaf Adolf Björnsson, aðstoðarþjálfari liðsins, fór með honum en þeir félagar höfðu lofað að gera þetta ef Ísland myndi vinna sigur gegn Þjóðverjum. „Ég er ekki í vafa um að þetta er nýtt hótelmet og við bættum það um þrjár mínútur í það minnsta,“ sagði Ágúst Jóhannsson eftir að hann hljóp upp á 22. hæðina á Mercure-hótelinu í Santos í gær. Gústaf Adolf og Ágúst voru þar með að efna loforð sem þeir gáfu stelpunum okkar fyrir Þjóðverjaleikinn. Þar lofuðu þeir að hlaupa upp á efstu hæð hótelsins ef sigur ynnist gegn þýska stálinu. Stelpurnar stóðu við sitt og þjálfararnir kláruðu verkefnið með glans. „Við vorum um 6 mínútur og þetta var ekkert mál,“ sagði Ágúst en hann átti töluvert erfitt með að tala þegar hann ræddi við Fréttablaðið. Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira
Ísland og Kína eigast við í lokaleiknum í A-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld í Arena Santos. Með sigri tryggir Ísland sér sæti í 16-liða úrslitum og Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, vonast til þess að Ísland haldi áfram að taka skref upp á við á þessu heimsmeistaramóti. Ágúst og Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, sátu saman á kaffihúsi í Santos í gær og ræddu um handbolta. „Ágúst er að kenna mér hvernig við vinnum Svartfjallaland og hann fær allar upplýsingar um Kína frá mér,“ sagði Þórir og brosti en Noregur vann Kína með 27 marka mun. „Við þurfum að halda okkar striki í varnarleiknum og leika fast gegn þeim. Það verða einhverjar áherslubreytingar í vörn og sókn, ekki miklar. Það er mikilvægast að byrja vel, Kína hefur að engu að keppa og ef þær lenda undir þá hefur þeim gengið illa að koma til baka á þessu móti,“ segir Ágúst. „Það er líka mikilvægt fyrir okkur að halda ró okkar hvað sem kemur upp á. Í liðinu eru leikmenn sem við þurfum að hafa gætur á, línumaðurinn, sem ég man ekki hvað heitir, er hávaxinn og sterkur. Það er leikmaður sem dregur að sér athyglina og opnar fyrir aðra.“ Þórir kinkar kolli og er sammála því sem Ágúst segir. „Tæknileg mistök í sóknarleiknum eru einnig eitthvað sem við verðum að forðast að gera. Kína vill sækja hratt og skora úr hraðaupphlaupum. Annars snýst þetta mest um okkar lið. Ná upp stemningu, góðri vörn og bæta leik okkar jafnt og þétt,“ bætti Ágúst við. Þjálfarinn fékk ærið verkefni í gærkvöld þegar hann efndi loforð sitt um að hlaupa upp allar 22 hæðirnar á Mercure-hótelinu í Santos þar sem íslenska liðið dvelur. Gústaf Adolf Björnsson, aðstoðarþjálfari liðsins, fór með honum en þeir félagar höfðu lofað að gera þetta ef Ísland myndi vinna sigur gegn Þjóðverjum. „Ég er ekki í vafa um að þetta er nýtt hótelmet og við bættum það um þrjár mínútur í það minnsta,“ sagði Ágúst Jóhannsson eftir að hann hljóp upp á 22. hæðina á Mercure-hótelinu í Santos í gær. Gústaf Adolf og Ágúst voru þar með að efna loforð sem þeir gáfu stelpunum okkar fyrir Þjóðverjaleikinn. Þar lofuðu þeir að hlaupa upp á efstu hæð hótelsins ef sigur ynnist gegn þýska stálinu. Stelpurnar stóðu við sitt og þjálfararnir kláruðu verkefnið með glans. „Við vorum um 6 mínútur og þetta var ekkert mál,“ sagði Ágúst en hann átti töluvert erfitt með að tala þegar hann ræddi við Fréttablaðið.
Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira