Fokheldar Skuggablokkir eftirsóttar 2. desember 2011 06:00 Mikill áhugi virðist vera á kaupum á Lindargötu og Vitastíg í Skuggahverfi samkvæmt upplýsingum frá fasteignafélagi Arion banka. fréttablaðið/anton Mikill áhugi er fyrir kaupum á fasteignum í Skuggahverfinu eftir söluauglýsingu 101 Skuggahverfis og Landeyjar, fasteignafélags Arion banka, sem birt var í vikunni. Um er að ræða tvær íbúðablokkir, Lindargötu 37 og Vatnsstíg 16 til 18. Engin tilboð hafa enn borist í eignirnar, en heimilt er að gera tilboð í aðra þeirra eða báðar saman. Þorsteinn Ingi Garðarsson, framkvæmdastjóri 101 Skuggahverfis, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið og benti á Inga Guðmundsson, framkvæmdastjóra Landeyjar. Ingi segir flest viðbrögðin hafa komið frá fjárfestum og verktökum, eða öðrum aðilum „með tengingu í geirann". Byggingarnar seljast í núverandi ástandi að innan, það er rúmlega fokheldar, og fullbúnar að utan, og eru metnar á þriðja milljarð króna. Hann býst við að tilboð fari að berast öðru hvoru megin við helgina. „Það er greinilegur áhugi fyrir þessu," segir Ingi. „Það er ljóst að þessar eignir eru upp á þriðja milljarð, en það er erfitt að fullyrða um hugmyndir að tilboðum." Byggingarnar tvær eru hluti af Áfanga 2 hjá 101 Skuggahverfi. Virði hans var bókfært á 1,9 milljarða um síðustu áramót, samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2010. Félagið skuldaði þá 6,3 milljarða króna í heild og þar af voru skuldir við Arion banka upp á 6,1 milljarð. Byggingarnar voru auglýstar til sölu fyrir um ári. Þá bárust tvö eða þrjú tilboð sem ekki náðist að ganga frá, og því var fallið frá söluferlinu. Frestur til að skila inn tilboðum í þetta sinn er ótakmarkaður.Verðmat eignanna er á þriðja milljarð, að sögn framkvæmdastjóra Landeyjar.„Við vildum ekki binda okkur við frest. Þetta er stórt verkefni og um er að ræða miklar fjárhæðir svo það er skiljanlegt að menn vilji taka sinn tíma," segir Ingi. „Við erum að vona að bæði markaðurinn og fjárfestar séu bjartsýnni heldur en þeir voru fyrir rúmu ári." Til stendur að selja íbúðir á Vatnsstíg 14 í smásölu. Verktakafélagið Arcus ehf. keypti Lindargötu 35 fyrir um tveimur mánuðum á 170 milljónir króna. Níu íbúðir eru í húsinu og var það selt í sama ástandi og fyrrgreindar blokkir. Þorvaldur H. Gissurarson, eigandi Arcus, áætlar að framkvæmdir við húsið klárist í maí á næsta ári og til stendur að selja íbúðirnar í smásölu. sunna@frettabladid.is Lífið Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Mikill áhugi er fyrir kaupum á fasteignum í Skuggahverfinu eftir söluauglýsingu 101 Skuggahverfis og Landeyjar, fasteignafélags Arion banka, sem birt var í vikunni. Um er að ræða tvær íbúðablokkir, Lindargötu 37 og Vatnsstíg 16 til 18. Engin tilboð hafa enn borist í eignirnar, en heimilt er að gera tilboð í aðra þeirra eða báðar saman. Þorsteinn Ingi Garðarsson, framkvæmdastjóri 101 Skuggahverfis, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið og benti á Inga Guðmundsson, framkvæmdastjóra Landeyjar. Ingi segir flest viðbrögðin hafa komið frá fjárfestum og verktökum, eða öðrum aðilum „með tengingu í geirann". Byggingarnar seljast í núverandi ástandi að innan, það er rúmlega fokheldar, og fullbúnar að utan, og eru metnar á þriðja milljarð króna. Hann býst við að tilboð fari að berast öðru hvoru megin við helgina. „Það er greinilegur áhugi fyrir þessu," segir Ingi. „Það er ljóst að þessar eignir eru upp á þriðja milljarð, en það er erfitt að fullyrða um hugmyndir að tilboðum." Byggingarnar tvær eru hluti af Áfanga 2 hjá 101 Skuggahverfi. Virði hans var bókfært á 1,9 milljarða um síðustu áramót, samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2010. Félagið skuldaði þá 6,3 milljarða króna í heild og þar af voru skuldir við Arion banka upp á 6,1 milljarð. Byggingarnar voru auglýstar til sölu fyrir um ári. Þá bárust tvö eða þrjú tilboð sem ekki náðist að ganga frá, og því var fallið frá söluferlinu. Frestur til að skila inn tilboðum í þetta sinn er ótakmarkaður.Verðmat eignanna er á þriðja milljarð, að sögn framkvæmdastjóra Landeyjar.„Við vildum ekki binda okkur við frest. Þetta er stórt verkefni og um er að ræða miklar fjárhæðir svo það er skiljanlegt að menn vilji taka sinn tíma," segir Ingi. „Við erum að vona að bæði markaðurinn og fjárfestar séu bjartsýnni heldur en þeir voru fyrir rúmu ári." Til stendur að selja íbúðir á Vatnsstíg 14 í smásölu. Verktakafélagið Arcus ehf. keypti Lindargötu 35 fyrir um tveimur mánuðum á 170 milljónir króna. Níu íbúðir eru í húsinu og var það selt í sama ástandi og fyrrgreindar blokkir. Þorvaldur H. Gissurarson, eigandi Arcus, áætlar að framkvæmdir við húsið klárist í maí á næsta ári og til stendur að selja íbúðirnar í smásölu. sunna@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira