Jól

Grín og glens: Jólabrandarar og gátur

Grýla skrifar
Jólasveinninn lendir stundum í vandræðum.
Jólasveinninn lendir stundum í vandræðum.

Mamma má ég fá hund á jólunum!!

Nei, elskan mín. Við ætlum að hafa rjúpur eins og allir aðrir.


Hvað kallar þú Jólasvein sem er með eyrnahlífar?

Hvað sem þú vilt, hann heyrir ekki í þér!


Hvað er það sem er rautt og hvítt og fer upp og niður?

Jólasveinn fastur í lyftu!


Hvað kallar þú kjúkling á Norður-Pólnum?

Villtan!


Af hverju gat jólatréð ekki staðið?

Af því það er ekki með fætur eins og við!


Hvað kom fyrir manninn sem stal jóladagatali?

Hann fékk 12 mánuði!


Af hverju er alltaf kalt á jólunum?

Af því að það er desembrrrrrr!


Hvað er í desember sem er ekki í neinum öðrum mánuði ársins?

Stafurinn d er bara í desember!


Hvað hengdu snjókarlinn og snjókerlingin yfir vögguna hjá snjóbarninu?

Snjóbolta!


Hvað er uppáhaldsdagur Rúdolfs?

Dagur rauða nefsins!


Hver segir Oh, oh, oh?

Jólasveinninn þegar hann labbar aftur á bak!


Hvað getur jólasveinninn sett marga pakka í tóman poka?

Bara einn, eftir það er pokinn ekki tómur lengur!


Hvernig fer snjókarl í megrun?

Hann bíður eftir að það vori!


Hvað gerist ef þú missir snjóbolta í vatn?

Hann verður blautur!


Hvað sagði snjókallinn við annan snjókall?

Finnur þú lykt af gulrót?


Hvað borða snjókarlar í morgunmat, ... morgunkorn?

Nei snjókorn!


Af hverju eru kalkúnar klárari en kjúklingar?

Hefurðu einhvern tíman heyrt um Kentucky Fried Turkey?


Hvernig færðu fábjána til að hlæja á jólunum?

Þú segir honum brandara á Þorláksmessu!


Af hverju fljúga mörgæsir ekki?

Af því þær eru of litlar til að vera flugmenn!


Hvað kallar þú stóran ísbjörn?

Ekkert, þú bara hleypur í burtu!


Ég sagði jólasveininum að þú hefðir verið góður í ár. Og hann hefur ekki hætt að hlæja síðan!


Jólasveinninn spurði litla stúlku hvað hana langaði í jólagjöf. Hún leit á hann með opinn munninn og horfði á hann um stund skelfingu lostin. Síðan spurði hún; "Fékkstu ekki tölvupóstinn frá mér?"


Tveir drengir gistu hjá afa sínum og ömmu. Þegar kom að því að þeir færu að sofa byrjaði annar þeirra að biðja svo hátt að hann næstum öskraði; "Ég bið um nýtt hjól í jólagjöf. Mig langar í nýja leikjatölvu. Ég vildi óska að ég fengi nýtt video…"

"Af hverju ertu að öskra bænirnar þínar?" spurði eldri bróðirinn; "Guð er ekki heyrnarlaus."

"Nei," svaraði sá yngri; "en amma er það!"


Bank, bank

Hver er þar?

Gleði

Hvaða gleði?

Gleðileg jól!


Innsendir brandarar:

 

Hvar ertu jólasveinarnir á sumrin?

á hó hó hóteli!!

- Agla Rósa


Af hverju var jólasveinnin svona lengi að finna húsið þitt? 

Af því að hann notaði kort yfir allan heiminn!

- Lena Dís


Lumar þú á góðum brandara? Ef þú vilt taka þátt í jólabrandarakeppni krakkanna sendu okkur póst með nafni og heimilisfangi. Annað hvort tölvupóst á netfangið krakkajol@jol.is eða sendu okkur bréf í venjulegum pósti á heimilisfangið:

  • Brandarar á jol.is
  • Jólavefur Vísis
  • Skaftahlíð 24
  • 105 Reykjavík

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.