Tíminn og vatnið Trausti Júlíusson skrifar 29. nóvember 2011 20:30 Verkið Strengur eftir Tómas R. Einarsson var frumflutt í Tjarnarbíói á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Verkið samanstóð af tólf lögum eftir Tómas og myndefni sem sýnt var samhliða. Platan Strengur er tvöföld, á hljómdisknum eru lögin tólf, en á DVD-disknum eru lögin og myndefnið. Í kynningartexta um verkið á vef Listahátíðar skrifaði Tómas: „Strengir eru víða, meðal annars í kontrabössum, ám og lækjum og það er strengur á milli mín og fólksins sem ég er kominn af." Strengur er einstakt verk. Tónlistin er flutt af Tómasi, sem spilar á kontrabassa, og Matthíasi MD Hemstock sem leikur á ásláttarhljóðfæri. Undir hljóðfæraleiknum hljóma svo upptökur af vatni, en Tómas tók upp hljóð í ám, lækjum, stöðuvatni og hafinu á æskuslóðum sínum. Á mynddisknum er hægt að horfa á hreyfingu vatnsins, samhliða tónlistinni. Strengur fjallar um framrás lífsins, sem hófst áður en við urðum til og heldur áfram eftir að við erum farin. Ellefu laganna tólf á plötunni eru tileinkuð ákveðnum stöðum og ákveðnum forfeðrum Tómasar, sem hægt er að lesa um í veglegum plötubæklingi. Tólfta lagið er svo samið til dóttur hans Ástríðar, sem lést um aldur fram í fyrra. Verkið er þannig mjög persónulegt en um leið fjallar það um eitthvað sem allir menn eiga sameiginlegt. Þó að hugmyndin á bak við Streng sé frumleg er tónlistin bæði aðgengileg og hljómfögur. Það er vel hægt að njóta hennar án þess að virkja allar þær tengingar sem verkið býður upp á. Mér hefur alltaf fundist hljómur kontrabassans einstaklega fallegur og þessi einfalda, latínskotna tónlist er bæði þægileg og heillandi. Á heildina litið frumleg og flott plata. Niðurstaða: Sérstök og heillandi plata. Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Verkið Strengur eftir Tómas R. Einarsson var frumflutt í Tjarnarbíói á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Verkið samanstóð af tólf lögum eftir Tómas og myndefni sem sýnt var samhliða. Platan Strengur er tvöföld, á hljómdisknum eru lögin tólf, en á DVD-disknum eru lögin og myndefnið. Í kynningartexta um verkið á vef Listahátíðar skrifaði Tómas: „Strengir eru víða, meðal annars í kontrabössum, ám og lækjum og það er strengur á milli mín og fólksins sem ég er kominn af." Strengur er einstakt verk. Tónlistin er flutt af Tómasi, sem spilar á kontrabassa, og Matthíasi MD Hemstock sem leikur á ásláttarhljóðfæri. Undir hljóðfæraleiknum hljóma svo upptökur af vatni, en Tómas tók upp hljóð í ám, lækjum, stöðuvatni og hafinu á æskuslóðum sínum. Á mynddisknum er hægt að horfa á hreyfingu vatnsins, samhliða tónlistinni. Strengur fjallar um framrás lífsins, sem hófst áður en við urðum til og heldur áfram eftir að við erum farin. Ellefu laganna tólf á plötunni eru tileinkuð ákveðnum stöðum og ákveðnum forfeðrum Tómasar, sem hægt er að lesa um í veglegum plötubæklingi. Tólfta lagið er svo samið til dóttur hans Ástríðar, sem lést um aldur fram í fyrra. Verkið er þannig mjög persónulegt en um leið fjallar það um eitthvað sem allir menn eiga sameiginlegt. Þó að hugmyndin á bak við Streng sé frumleg er tónlistin bæði aðgengileg og hljómfögur. Það er vel hægt að njóta hennar án þess að virkja allar þær tengingar sem verkið býður upp á. Mér hefur alltaf fundist hljómur kontrabassans einstaklega fallegur og þessi einfalda, latínskotna tónlist er bæði þægileg og heillandi. Á heildina litið frumleg og flott plata. Niðurstaða: Sérstök og heillandi plata.
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira