Fréttaskýring: Afkoma ríkissjóðs verri um 4 milljarða 17. nóvember 2011 09:00 Kjarasamningar ríkisstarfsmanna þýða 13,7 milljarða útgjaldaauka fyrir ríkissjóð miðað við fjárlög 2011. Í heildina aukast útgjöld um 14,2 milljarða en tekjur um 10,2 milljarða.fréttablaðið/pjetur Hvað felst í fjáraukalögum? Fjáraukalög voru til þriðju umræðu á Alþingi í gær en boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu í þinginu í dag. Þegar hefur hluti þeirra verið samþykktur og ekki er útlit fyrir annað en að frumvarpið verði að lögum í dag. Í fjáraukalögum er að finna þær aukafjárveitingar sem ríkisstjórnin hefur lofað eða hyggst lofa frá því að fjárlög eru samþykkt, en þau eru samþykkt fyrir áramót ársins á undan. Því hærri sem fjárveitingarnar eru í fjáraukalögum, þeim mun meiri frávik eru frá fjárlögunum og þeim mun minni agi í fjármálum ríkissjóðs. „Aukafjárveitingar eiga að heyra til undantekninga og eru í flestum tilvikum til þess að mæta útgjöldum vegna atvika sem ekki var hægt að sjá fyrir þegar fjárlög voru sett,“ segir í orðskýringum á Ríkiskassanum, vefsíðu um efnahagsmál. Sú venja hefur hins vegar skapast að umfangsmiklar fjárveitingar er að finna í fjáraukalögunum. Heldur hefur dregið úr því og á árunum 2003 til 2007 námu fjáraukalög að meðaltali um 6 prósentum af samþykktum fjárlögum hvers árs, að því er kemur fram í umsögn Ríkisendurskoðunar um fjárlagafrumvarpið. Frumvarp til fjáraukalaga 2011 gerir ráð fyrir hækkun útgjalda upp á 2,8 prósent frá fjárlögum. Ríkisendurskoðun telur þetta merkja að meiri aga gæti nú en oftast áður þegar kemur að nýjum útgjöldum í fjárlögum. Engu að síður telur stofnunin að aukning útgjalda sé nokkuð mikil þegar horft er til þess að í fjárlögum ársins voru 4,8 milljarðar ætlaðir í ófyrirséð útgjöld. Stærstu útgjaldaliðir á fjáraukalögum lúta að aðgerðum vegna kjarasamninga. Í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir því að laun ríkisstarfsmanna og bætur bótaþega héldust óbreytt árið 2011 en myndu hækka um 2 prósent árið 2012. Þessar forsendur standast ekki, þar sem launakostnaður ríkisstarfsmanna mun hækka um 5 prósent á árinu 2011 og bætur um 8,1 prósent. Því til viðbótar fengu bóta- og launþegar 75 þúsund króna eingreiðslu á árinu sem ekki var reiknað með í fyrri áætlun. Reiknað er með að kjarasamningarnir þýði 13,7 milljarða króna útgjaldaaukningu. Alls er gert ráð fyrir því að fjárheimildir ríkissjóðs verði hækkaðar um 14,2 milljarða króna. Á tekjuhliðinni munar mestu um 9,4 milljarða króna hærri skatttekjur, en alls eru tekjur 10,2 milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir. Það þýðir 4 milljarða króna verri stöðu en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira
Hvað felst í fjáraukalögum? Fjáraukalög voru til þriðju umræðu á Alþingi í gær en boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu í þinginu í dag. Þegar hefur hluti þeirra verið samþykktur og ekki er útlit fyrir annað en að frumvarpið verði að lögum í dag. Í fjáraukalögum er að finna þær aukafjárveitingar sem ríkisstjórnin hefur lofað eða hyggst lofa frá því að fjárlög eru samþykkt, en þau eru samþykkt fyrir áramót ársins á undan. Því hærri sem fjárveitingarnar eru í fjáraukalögum, þeim mun meiri frávik eru frá fjárlögunum og þeim mun minni agi í fjármálum ríkissjóðs. „Aukafjárveitingar eiga að heyra til undantekninga og eru í flestum tilvikum til þess að mæta útgjöldum vegna atvika sem ekki var hægt að sjá fyrir þegar fjárlög voru sett,“ segir í orðskýringum á Ríkiskassanum, vefsíðu um efnahagsmál. Sú venja hefur hins vegar skapast að umfangsmiklar fjárveitingar er að finna í fjáraukalögunum. Heldur hefur dregið úr því og á árunum 2003 til 2007 námu fjáraukalög að meðaltali um 6 prósentum af samþykktum fjárlögum hvers árs, að því er kemur fram í umsögn Ríkisendurskoðunar um fjárlagafrumvarpið. Frumvarp til fjáraukalaga 2011 gerir ráð fyrir hækkun útgjalda upp á 2,8 prósent frá fjárlögum. Ríkisendurskoðun telur þetta merkja að meiri aga gæti nú en oftast áður þegar kemur að nýjum útgjöldum í fjárlögum. Engu að síður telur stofnunin að aukning útgjalda sé nokkuð mikil þegar horft er til þess að í fjárlögum ársins voru 4,8 milljarðar ætlaðir í ófyrirséð útgjöld. Stærstu útgjaldaliðir á fjáraukalögum lúta að aðgerðum vegna kjarasamninga. Í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir því að laun ríkisstarfsmanna og bætur bótaþega héldust óbreytt árið 2011 en myndu hækka um 2 prósent árið 2012. Þessar forsendur standast ekki, þar sem launakostnaður ríkisstarfsmanna mun hækka um 5 prósent á árinu 2011 og bætur um 8,1 prósent. Því til viðbótar fengu bóta- og launþegar 75 þúsund króna eingreiðslu á árinu sem ekki var reiknað með í fyrri áætlun. Reiknað er með að kjarasamningarnir þýði 13,7 milljarða króna útgjaldaaukningu. Alls er gert ráð fyrir því að fjárheimildir ríkissjóðs verði hækkaðar um 14,2 milljarða króna. Á tekjuhliðinni munar mestu um 9,4 milljarða króna hærri skatttekjur, en alls eru tekjur 10,2 milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir. Það þýðir 4 milljarða króna verri stöðu en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira