Minni vexti spáð en áður 14. nóvember 2011 04:00 Í haustspá Evrópusambandsins kemur fram að fjárfestingaráform hér á landi hafi dregist og að fjárfestingar hafi verið minni í sniðum. fréttablaðið/anton Nokkurrar svartsýni gætir í hagspá Evrópusambandsins fyrir aðildarríki ESB og fyrir Ísland, sem var gefin út fyrir helgi. Evrópusambandið gefur út haustspá í efnahagsmálum og þar eru sérstakir kaflar fyrir aðildarríki og umsóknarríki. ESB spáir minni hagvexti hér á landi á þessu ári og því næsta heldur en Seðlabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðu í nýlegum spám sínum. Því er spáð að hagvöxtur þessa árs verði 2,1 prósent en fari niður í 1,5 prósent á næsta ári. Seðlabankinn gerir í sinni spá ráð fyrir 3,1 prósents hagvexti á þessu ári og 2,3 prósentum á næsta ári, og AGS spáir 2,5 prósenta hagvexti nú og 3,1 prósenti á næsta ári. Þá gerir Evrópusambandið ráð fyrir því að hagvöxtur aukist í 2,7 prósent árið 2013, en Seðlabankinn spáir þá 2,3 prósentum og AGS 2,8. Í hagspánni kemur fram að botninum hafi verið náð hér á landi á seinni helmingi síðasta árs. Lítill hagvöxtur hafi síðan orðið á fyrri hluta þessa árs, að mestu vegna aukins útflutnings og meiri einkaneyslu, en dregið hafi úr bata í efnahagslífinu síðustu mánuði. Fjárfestingaráform hafi bæði dregist og verið minni í sniðum en áður hafi verið talið. Þá hafi innflutningur aukist og útflutningur dregist saman. Einkaneysla hefur farið vaxandi, að því er fram kemur í hagspánni, en meðal ástæðna þess eru endurgreiðsla á gengistryggðum lánum og útgreiðsla séreignarsparnaðar. Gjaldþrotum heldur áfram að fjölga og versnandi aðstæður í helstu viðskiptalöndum hafa neikvæð áhrif hér á landi. Þó segir í skýrslunni að jákvætt sé hversu vel ferðamennska gangi hér á landi. Samkvæmt hagspánni hefur staða ríkisfjármála hins vegar batnað og því er spáð að skuldir hins opinbera fari niður fyrir 90 prósent af landsframleiðslu eftir tvö ár. Hjá ríkjum Evrópusambandsins er talið að verðbólga haldist áfram stöðug í þremur prósentum og atvinnuleysi verði í kringum tíu prósent. 1,6 prósenta hagvexti er spáð innan sambandsins og 1,5 prósentum á evrusvæðinu. Á næsta ári er gert ráð fyrir því að hagvöxtur innan ESB verði 0,6 prósent og 1,5 prósent árið 2013. Þessar horfur eru talsvert verri en við síðustu spá, þar sem gert var ráð fyrir tveggja prósenta hagvexti á næstu tveimur árum. Langmesta hagvextinum er spáð í Eistlandi, um átta prósentum í ár og 3,2 prósentum á næsta ári. Í Litháen er gert ráð fyrir 3,5 til fjögurra prósenta vöxtum næstu tvö ár. Verst er spáin fyrir Grikkland, en því er spáð að landsframleiðsla dragist þar saman um sex prósent í ár og þrjú prósent á því næsta. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Nokkurrar svartsýni gætir í hagspá Evrópusambandsins fyrir aðildarríki ESB og fyrir Ísland, sem var gefin út fyrir helgi. Evrópusambandið gefur út haustspá í efnahagsmálum og þar eru sérstakir kaflar fyrir aðildarríki og umsóknarríki. ESB spáir minni hagvexti hér á landi á þessu ári og því næsta heldur en Seðlabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðu í nýlegum spám sínum. Því er spáð að hagvöxtur þessa árs verði 2,1 prósent en fari niður í 1,5 prósent á næsta ári. Seðlabankinn gerir í sinni spá ráð fyrir 3,1 prósents hagvexti á þessu ári og 2,3 prósentum á næsta ári, og AGS spáir 2,5 prósenta hagvexti nú og 3,1 prósenti á næsta ári. Þá gerir Evrópusambandið ráð fyrir því að hagvöxtur aukist í 2,7 prósent árið 2013, en Seðlabankinn spáir þá 2,3 prósentum og AGS 2,8. Í hagspánni kemur fram að botninum hafi verið náð hér á landi á seinni helmingi síðasta árs. Lítill hagvöxtur hafi síðan orðið á fyrri hluta þessa árs, að mestu vegna aukins útflutnings og meiri einkaneyslu, en dregið hafi úr bata í efnahagslífinu síðustu mánuði. Fjárfestingaráform hafi bæði dregist og verið minni í sniðum en áður hafi verið talið. Þá hafi innflutningur aukist og útflutningur dregist saman. Einkaneysla hefur farið vaxandi, að því er fram kemur í hagspánni, en meðal ástæðna þess eru endurgreiðsla á gengistryggðum lánum og útgreiðsla séreignarsparnaðar. Gjaldþrotum heldur áfram að fjölga og versnandi aðstæður í helstu viðskiptalöndum hafa neikvæð áhrif hér á landi. Þó segir í skýrslunni að jákvætt sé hversu vel ferðamennska gangi hér á landi. Samkvæmt hagspánni hefur staða ríkisfjármála hins vegar batnað og því er spáð að skuldir hins opinbera fari niður fyrir 90 prósent af landsframleiðslu eftir tvö ár. Hjá ríkjum Evrópusambandsins er talið að verðbólga haldist áfram stöðug í þremur prósentum og atvinnuleysi verði í kringum tíu prósent. 1,6 prósenta hagvexti er spáð innan sambandsins og 1,5 prósentum á evrusvæðinu. Á næsta ári er gert ráð fyrir því að hagvöxtur innan ESB verði 0,6 prósent og 1,5 prósent árið 2013. Þessar horfur eru talsvert verri en við síðustu spá, þar sem gert var ráð fyrir tveggja prósenta hagvexti á næstu tveimur árum. Langmesta hagvextinum er spáð í Eistlandi, um átta prósentum í ár og 3,2 prósentum á næsta ári. Í Litháen er gert ráð fyrir 3,5 til fjögurra prósenta vöxtum næstu tvö ár. Verst er spáin fyrir Grikkland, en því er spáð að landsframleiðsla dragist þar saman um sex prósent í ár og þrjú prósent á því næsta. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira