Spennið beltin kæru farþegar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 29. september 2011 06:00 Eitt hataðasta fyrirtæki landsins hefur fengið nýjan forstjóra. Það var viðtal við hann hér í blaðinu um síðustu helgi, Birgi Jónsson, forstjóra Iceland Express. Hann hafði reyndar áður verið forstjóri fyrirtækisins um tíma fyrir nokkrum árum og í viðtalinu viðurkenndi hann að skammast sín fyrir forstjóratitilinn í ferilskránni. Ég fagnaði mikið þegar Iceland Express kom á markaðinn fyrst með sín lágu fargjöld. Loksins hafði opnast möguleiki fyrir meðaljón eins og mig á að komast út fyrir landsteinana. Ég flaug með þeim til London og þaðan eitthvert lengra út í heim, flaug til Köben fram og til baka margar ferðir og eitt sinn til Frankfurt. Nýtti mér líka að geta flogið milli Köben og Akureyrar. Ég held að ég geti nánast talið á fingrum annarrar handar þær ferðir sem ég fór með hinu félaginu eftir að Iceland Express kom til. Enda kostaði það mig hönd og löpp og höfuðið með. Jafnvel eftir að þeir fóru að bjóða tilboð og keppa við hið nýja félag, valdi ég frekar Iceland Express. Það hafði jú leyst mig úr fjötrum. Ég lenti heldur ekki í teljandi vandræðum framan af. Heyrði bara einhverjar hryllingssögur af seinkunum, skyndilegum breytingum á lendingarstað í miðri ferð, óvæntum millilendingum, þrengslum, biluðum sætum, matarskorti og upplýsingaskorti! En svo kom á endanum að því. Ég reyndi að láta það ekki á mig fá til að byrja með en klukkutímahangs á flugvöllum er ergjandi. Biluð sæti í fimm tíma flugi til Ameríku verða líka til að ergja mann svolítið og tilkynning frá flugstjóra, þegar allir eru sestir, að flogið verði fyrst til Kanada eftir eldsneyti, áður en flogið verði til New York er líka ergjandi. Fyrir flughrædda er ekkert grín þegar bætast við auka flugtak og lending, og talandi um flughræðslu. Hana þekkti ég ekki fyrr en eftir heimferð með Iceland Express í vél sem virtist hanga saman á lyginni einni saman. Áður gat ég ekki sofnað kvöldið fyrir ferðalag af spenningi, nú get ég ekki sofnað vegna hræðslu. Nýi forstjórinn lofaði bótum, sagðist ætla að bæta þjónustuna og seinkanir heyrðu sögunni til. „Þetta hætti í gær," sagði hann kokhraustur og það hnussaði í mér. Innst inni vona ég þó að honum takist það, því þrátt fyrir að hafa rænt mig ánægjunni við að fljúga var það nú einu sinni Iceland Express sem gerði mér það mögulegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ragnheiður Tryggvadóttir Skoðanir Mest lesið Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Mistök eru eitthvað, sem menn gera óvart. Dálkur Kristrúnar í bak Dags B., reyndasta og klárasta manns S, var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þau hýrast enn á Sævarhöfða Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Björn Gunnlaugsson Skoðun Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi Viktor Klimaszewski Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Gott umhverfi er gott fyrir okkur Pall Jakob Líndal Skoðun Fámennt ríki á jaðrinum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjafakynfrumur- dýrmæt gjöf María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun
Eitt hataðasta fyrirtæki landsins hefur fengið nýjan forstjóra. Það var viðtal við hann hér í blaðinu um síðustu helgi, Birgi Jónsson, forstjóra Iceland Express. Hann hafði reyndar áður verið forstjóri fyrirtækisins um tíma fyrir nokkrum árum og í viðtalinu viðurkenndi hann að skammast sín fyrir forstjóratitilinn í ferilskránni. Ég fagnaði mikið þegar Iceland Express kom á markaðinn fyrst með sín lágu fargjöld. Loksins hafði opnast möguleiki fyrir meðaljón eins og mig á að komast út fyrir landsteinana. Ég flaug með þeim til London og þaðan eitthvert lengra út í heim, flaug til Köben fram og til baka margar ferðir og eitt sinn til Frankfurt. Nýtti mér líka að geta flogið milli Köben og Akureyrar. Ég held að ég geti nánast talið á fingrum annarrar handar þær ferðir sem ég fór með hinu félaginu eftir að Iceland Express kom til. Enda kostaði það mig hönd og löpp og höfuðið með. Jafnvel eftir að þeir fóru að bjóða tilboð og keppa við hið nýja félag, valdi ég frekar Iceland Express. Það hafði jú leyst mig úr fjötrum. Ég lenti heldur ekki í teljandi vandræðum framan af. Heyrði bara einhverjar hryllingssögur af seinkunum, skyndilegum breytingum á lendingarstað í miðri ferð, óvæntum millilendingum, þrengslum, biluðum sætum, matarskorti og upplýsingaskorti! En svo kom á endanum að því. Ég reyndi að láta það ekki á mig fá til að byrja með en klukkutímahangs á flugvöllum er ergjandi. Biluð sæti í fimm tíma flugi til Ameríku verða líka til að ergja mann svolítið og tilkynning frá flugstjóra, þegar allir eru sestir, að flogið verði fyrst til Kanada eftir eldsneyti, áður en flogið verði til New York er líka ergjandi. Fyrir flughrædda er ekkert grín þegar bætast við auka flugtak og lending, og talandi um flughræðslu. Hana þekkti ég ekki fyrr en eftir heimferð með Iceland Express í vél sem virtist hanga saman á lyginni einni saman. Áður gat ég ekki sofnað kvöldið fyrir ferðalag af spenningi, nú get ég ekki sofnað vegna hræðslu. Nýi forstjórinn lofaði bótum, sagðist ætla að bæta þjónustuna og seinkanir heyrðu sögunni til. „Þetta hætti í gær," sagði hann kokhraustur og það hnussaði í mér. Innst inni vona ég þó að honum takist það, því þrátt fyrir að hafa rænt mig ánægjunni við að fljúga var það nú einu sinni Iceland Express sem gerði mér það mögulegt.
Mistök eru eitthvað, sem menn gera óvart. Dálkur Kristrúnar í bak Dags B., reyndasta og klárasta manns S, var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi Viktor Klimaszewski Skoðun
Mistök eru eitthvað, sem menn gera óvart. Dálkur Kristrúnar í bak Dags B., reyndasta og klárasta manns S, var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi Viktor Klimaszewski Skoðun