Vönduð vinnubrögð Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. ágúst 2011 06:00 Ekki er ofmælt hjá Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að þingsályktunartillagan um rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða sé sigur fyrir náttúruvernd í landinu. Tuttugu svæði þar sem orkufyrirtækin hafa haft fullan hug á að virkja og varið hundruðum milljóna eða milljörðum króna til rannsókna og undirbúnings eru samkvæmt tillögunni sett í verndarflokk. Þau verða ósnortin af virkjanaframkvæmdum og nýtast með öðrum hætti, til dæmis útivistar og ferðaþjónustu. Á verndarlistanum eru til dæmis Norðlingaölduveita (sem hefði haft áhrif á Þjórsárver), Torfajökulssvæðið, Langisjór, Kerlingarfjöll, Ölkelduháls (Bitruvirkjun), Gjástykki, Brennisteinsfjöll og Grændalur. Það sem almenningur á kannski ekki að venjast er að þessi þingsályktunartillaga er ekki niðurstaðan af einhverjum pólitískum hráskinnaleik og hrossakaupum. Tillagan er byggð á grundvelli gífurlega mikillar vinnu og upplýsingaöflunar fjölda færustu sérfræðinga, hvers á sínu sviði. Horft var á virkjanakostina út frá mismunandi sjónarhornum orkunýtingar, náttúruverndar, efnahags- og samfélagslegra áhrifa, ferðamennsku og verndunar fornleifa og menningarminja. Hvorki þrýstingur orkufyrirtækja né ýtrustu kröfur verndarsinna réðu niðurstöðunni, heldur byggist hún á köldu og yfirveguðu faglegu mati. Útkoman varð sú forgangsröðun, sem þingsályktunartillagan er byggð á. Á næstu vikum gefst almenningi, félagasamtökum og hagsmunaaðilum kostur á að segja sitt álit á þingsályktunartillögunni. Alþingi tekur hana síðan til meðferðar og er markmiðið að afgreiða hana fyrir 1. febrúar á næsta ári. Miklu skiptir að sú tímaáætlun haldi, meðal annars til að orkufyrirtækin geti sett á fullt framkvæmdir við virkjanakosti sem ákveðið verður að ráðast í. Að sjálfsögðu verða ekki allir sammála forgangsröðun sérfræðinganna og flokkuninni sem nú er gert ráð fyrir. Í Fréttablaðinu á laugardag kom fram að líkast til yrðu virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem gert er ráð fyrir að verði ráðizt í samkvæmt tillögunni, erfiðasta úrlausnarefnið á Alþingi. Innan þingflokks Vinstri grænna mun ríkja talsverð andstaða við þær virkjanir. Á því máli eru margar hliðar. Í Fréttablaðinu í dag kemur til dæmis fram að talsmenn verndunar villtra fiskstofna hafa miklar áhyggjur af áhrifum Þjórsárvirkjana á einn stærsta laxastofn landsins og sjóbirting í fljótinu. Aðalatriðið er að þegar tekin verður afstaða til virkjana í Þjórsá verði það á sömu faglegu forsendum og gerð rammaáætlunarinnar byggðist á, þar sem mismunandi sjónarmið eru vandlega vegin og metin, en umræðan fari ekki aftur í far pólitískra upphrópana. Orð Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingmanns VG, frá því í vantraustsumræðum í vor, um að forða yrði Þjórsá frá „stóriðjuöflum", „braski" og „einkavinavæðingu" gefa reyndar ekki alltof góða von um þau vönduðu vinnubrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun
Ekki er ofmælt hjá Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að þingsályktunartillagan um rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða sé sigur fyrir náttúruvernd í landinu. Tuttugu svæði þar sem orkufyrirtækin hafa haft fullan hug á að virkja og varið hundruðum milljóna eða milljörðum króna til rannsókna og undirbúnings eru samkvæmt tillögunni sett í verndarflokk. Þau verða ósnortin af virkjanaframkvæmdum og nýtast með öðrum hætti, til dæmis útivistar og ferðaþjónustu. Á verndarlistanum eru til dæmis Norðlingaölduveita (sem hefði haft áhrif á Þjórsárver), Torfajökulssvæðið, Langisjór, Kerlingarfjöll, Ölkelduháls (Bitruvirkjun), Gjástykki, Brennisteinsfjöll og Grændalur. Það sem almenningur á kannski ekki að venjast er að þessi þingsályktunartillaga er ekki niðurstaðan af einhverjum pólitískum hráskinnaleik og hrossakaupum. Tillagan er byggð á grundvelli gífurlega mikillar vinnu og upplýsingaöflunar fjölda færustu sérfræðinga, hvers á sínu sviði. Horft var á virkjanakostina út frá mismunandi sjónarhornum orkunýtingar, náttúruverndar, efnahags- og samfélagslegra áhrifa, ferðamennsku og verndunar fornleifa og menningarminja. Hvorki þrýstingur orkufyrirtækja né ýtrustu kröfur verndarsinna réðu niðurstöðunni, heldur byggist hún á köldu og yfirveguðu faglegu mati. Útkoman varð sú forgangsröðun, sem þingsályktunartillagan er byggð á. Á næstu vikum gefst almenningi, félagasamtökum og hagsmunaaðilum kostur á að segja sitt álit á þingsályktunartillögunni. Alþingi tekur hana síðan til meðferðar og er markmiðið að afgreiða hana fyrir 1. febrúar á næsta ári. Miklu skiptir að sú tímaáætlun haldi, meðal annars til að orkufyrirtækin geti sett á fullt framkvæmdir við virkjanakosti sem ákveðið verður að ráðast í. Að sjálfsögðu verða ekki allir sammála forgangsröðun sérfræðinganna og flokkuninni sem nú er gert ráð fyrir. Í Fréttablaðinu á laugardag kom fram að líkast til yrðu virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem gert er ráð fyrir að verði ráðizt í samkvæmt tillögunni, erfiðasta úrlausnarefnið á Alþingi. Innan þingflokks Vinstri grænna mun ríkja talsverð andstaða við þær virkjanir. Á því máli eru margar hliðar. Í Fréttablaðinu í dag kemur til dæmis fram að talsmenn verndunar villtra fiskstofna hafa miklar áhyggjur af áhrifum Þjórsárvirkjana á einn stærsta laxastofn landsins og sjóbirting í fljótinu. Aðalatriðið er að þegar tekin verður afstaða til virkjana í Þjórsá verði það á sömu faglegu forsendum og gerð rammaáætlunarinnar byggðist á, þar sem mismunandi sjónarmið eru vandlega vegin og metin, en umræðan fari ekki aftur í far pólitískra upphrópana. Orð Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingmanns VG, frá því í vantraustsumræðum í vor, um að forða yrði Þjórsá frá „stóriðjuöflum", „braski" og „einkavinavæðingu" gefa reyndar ekki alltof góða von um þau vönduðu vinnubrögð.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun