Að standa vörð um mannréttindi Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar 17. ágúst 2011 05:00 Sveitarfélög hafa ótal tækifæri til að þróa íbúalýðræði og virkja enn betur áhuga fólks á að taka þátt í að móta stefnu sveitarstjórna og koma með beinum hætti að ákvörðunum. Í Reykjavík var bryddað upp á fjölmörgum nýjungum á síðasta kjörtímabili í átt til þess að víkka út lýðræðið og auka þátttöku borgarbúa í störfum borgarstjórnar. Það var grunntónninn í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Samráðið við borgarbúa gekk svo vel að ég held að engum hafi dottið í hug að ekki yrði sjálfkrafa framhald af því. Það hefur þó því miður ekki reynst raunin. Besti flokkurinn og Samfylkingin ætluðu að auka samráð í „skipulags-, umhverfis- og skólamálum“ í Reykjavík. Það stendur í stefnuyfirlýsingu sem samin var þegar frambjóðendur þessara flokka mynduðu meirihluta eftir síðustu borgarstjórnarkosningar. Engin merki sjást um að yfirlýsinguna eigi að efna. Ekki verður annað sagt en að það sem einkennt hafi borgarstjórnartíð Besta flokksins og Samfylkingar sé einmitt að það er ekki hlustað á borgarbúa og vilji til samvinnu við úrvinnslu mikilvægra mála sést hvergi. Met hafa meira að segja verið slegin í þessum efnum sem seint verða jöfnuð. Aldrei í sögu Reykjavíkurborgar hafa borist jafn mikil og kröftug mótmæli eins og við tillögum um sameiningu grunnskóla, leikskóla og frístundaheimila. Viðbrögð borgaryfirvalda við röddum foreldra og skólasamfélagsins í heild einkenndust af ólund og þóttaskap. Í stað þess að nýta sér augljósan vilja borgarbúa til að taka þátt í að móta skólastefnu var ráðhúsinu einfaldlega lokað og viðtöl ekki veitt. Tækifæri til að auka lýðræði og nýta mannauðinn sem býr í borgarbúum rann úr greipum meirihlutans í borgarstjórn. Þegar opnir fundir voru loksins haldnir fyrir þrýsting foreldra var útkoman hrein niðurlæging fyrir borgarfulltrúa meirihlutans sem töluðu á fundunum eins og þeim kæmu skoðanir foreldra nánast ekkert við. Nú hefur komið í ljós að allt þetta brambolt skilar reiði, vanlíðan og óöryggi – en ekki sparnaði. Af sama toga eru sterk viðbrögð foreldra við tillögum mannréttindaráðs um samskipti trúfélaga og skóla. Einnig þar hafa boð um samvinnu frá þeim, sem þessi mál þekkja best, verið virt að vettugi. Beiðnum um viðtöl við fulltrúa meirihlutaflokkanna í borgarstjórn vegna málsins hefur ekki verið svarað. Fjölmörgum ábendingum, m.a. frá undirrituðum, um að taka upp víðtækt samráð og leita sátta hefur verið hafnað. Á síðasta kjörtímabili var unnin vönduð skýrsla um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa. Hana vann breiður hópur fólks sem kom víða að með reynslu og menntun sem nýttist vel í þessu vandasama verki. Skýrslan var lögð fram í menntaráði í formannstíð minni. Niðurstöður hennar byggðu m.a. á skoðanakönnun sem gerð var í skólum borgarinnar. Í athugasemdum frá starfshópnum stendur: „Starfshópurinn velti fyrir sér í hverju samstarf milli leik- og grunnskóla og trúar- og lífsskoðunarhópa gæti verið fólgið. Aðalatriði að mati hópsins er eins og fram kemur í tillögunum að samstarfið byggi á skilningi og virðingu fyrir hlutverki hvors annars. Hvernig samstarfið mótast er í valdi hvers skóla (leik- og grunn-) og þeirra stofnana sem þeir eiga samstarf við“. Það er með öðrum orðum ekki mælt með miðstýringu og boðvaldi ofan frá heldur að mið sé tekið af aðstæðum í hverjum skóla enda eru skólar borgarinnar margbreytilegir og samsetning nemenda ólík. Það hefur reynst farsælt að treysta skjólastjórnendum og foreldrum til þess að taka sameiginlega ákvarðanir um samskipti við lífsskoðunar- og trúfélög. Hvað það er sem knýr fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar í borgarstjórn til að gera breytingar á samstarfi, sem góð sátt hefur ríkt um, er óskiljanlegt. Með tillögunum sem samþykktar voru í mannréttindaráði, og teknar verða til afgreiðslu í borgarráði á næstu dögum, er verið að gera viðurkennt félagsstarf barna og unglinga sem fram fer á vegum kirkjunnar og trúfélaga tortryggilegt. Þær eru settar fram án sjáanlegs tilefnis og án faglegs undirbúnings. Tillögurnar hafa verið skreyttar hugtökum eins og trúfrelsi en vinna gegn grundvallarmannréttindum vegna þess að í trúfrelsi felst meðal annars frelsi til að velja. Og það er einmitt það sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna á að tryggja börnum bæði félagslega og trúarlega. Enn einu sinni er ekkert samráð haft við þann mikla fjölda fólks sem boðist hefur til þess að vinna með borginni að ásættanlegri lausn. Það er áhyggjuefni að slíkar tillögur komi frá því ráði í borgarkerfinu sem standa á vörð um mannréttindi en í því felst m.a. að fyrirbyggja fordóma í garð trúfélaga. Vinnubrögð mannréttindaráðs hafa dregið úr trúverðugleika þess meðal almennings. Þau hafa kallað fram umræðu um að aðrar hvatir búi að baki en þær sem byggja á jafnræði, umburðarlyndi og virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélög hafa ótal tækifæri til að þróa íbúalýðræði og virkja enn betur áhuga fólks á að taka þátt í að móta stefnu sveitarstjórna og koma með beinum hætti að ákvörðunum. Í Reykjavík var bryddað upp á fjölmörgum nýjungum á síðasta kjörtímabili í átt til þess að víkka út lýðræðið og auka þátttöku borgarbúa í störfum borgarstjórnar. Það var grunntónninn í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Samráðið við borgarbúa gekk svo vel að ég held að engum hafi dottið í hug að ekki yrði sjálfkrafa framhald af því. Það hefur þó því miður ekki reynst raunin. Besti flokkurinn og Samfylkingin ætluðu að auka samráð í „skipulags-, umhverfis- og skólamálum“ í Reykjavík. Það stendur í stefnuyfirlýsingu sem samin var þegar frambjóðendur þessara flokka mynduðu meirihluta eftir síðustu borgarstjórnarkosningar. Engin merki sjást um að yfirlýsinguna eigi að efna. Ekki verður annað sagt en að það sem einkennt hafi borgarstjórnartíð Besta flokksins og Samfylkingar sé einmitt að það er ekki hlustað á borgarbúa og vilji til samvinnu við úrvinnslu mikilvægra mála sést hvergi. Met hafa meira að segja verið slegin í þessum efnum sem seint verða jöfnuð. Aldrei í sögu Reykjavíkurborgar hafa borist jafn mikil og kröftug mótmæli eins og við tillögum um sameiningu grunnskóla, leikskóla og frístundaheimila. Viðbrögð borgaryfirvalda við röddum foreldra og skólasamfélagsins í heild einkenndust af ólund og þóttaskap. Í stað þess að nýta sér augljósan vilja borgarbúa til að taka þátt í að móta skólastefnu var ráðhúsinu einfaldlega lokað og viðtöl ekki veitt. Tækifæri til að auka lýðræði og nýta mannauðinn sem býr í borgarbúum rann úr greipum meirihlutans í borgarstjórn. Þegar opnir fundir voru loksins haldnir fyrir þrýsting foreldra var útkoman hrein niðurlæging fyrir borgarfulltrúa meirihlutans sem töluðu á fundunum eins og þeim kæmu skoðanir foreldra nánast ekkert við. Nú hefur komið í ljós að allt þetta brambolt skilar reiði, vanlíðan og óöryggi – en ekki sparnaði. Af sama toga eru sterk viðbrögð foreldra við tillögum mannréttindaráðs um samskipti trúfélaga og skóla. Einnig þar hafa boð um samvinnu frá þeim, sem þessi mál þekkja best, verið virt að vettugi. Beiðnum um viðtöl við fulltrúa meirihlutaflokkanna í borgarstjórn vegna málsins hefur ekki verið svarað. Fjölmörgum ábendingum, m.a. frá undirrituðum, um að taka upp víðtækt samráð og leita sátta hefur verið hafnað. Á síðasta kjörtímabili var unnin vönduð skýrsla um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa. Hana vann breiður hópur fólks sem kom víða að með reynslu og menntun sem nýttist vel í þessu vandasama verki. Skýrslan var lögð fram í menntaráði í formannstíð minni. Niðurstöður hennar byggðu m.a. á skoðanakönnun sem gerð var í skólum borgarinnar. Í athugasemdum frá starfshópnum stendur: „Starfshópurinn velti fyrir sér í hverju samstarf milli leik- og grunnskóla og trúar- og lífsskoðunarhópa gæti verið fólgið. Aðalatriði að mati hópsins er eins og fram kemur í tillögunum að samstarfið byggi á skilningi og virðingu fyrir hlutverki hvors annars. Hvernig samstarfið mótast er í valdi hvers skóla (leik- og grunn-) og þeirra stofnana sem þeir eiga samstarf við“. Það er með öðrum orðum ekki mælt með miðstýringu og boðvaldi ofan frá heldur að mið sé tekið af aðstæðum í hverjum skóla enda eru skólar borgarinnar margbreytilegir og samsetning nemenda ólík. Það hefur reynst farsælt að treysta skjólastjórnendum og foreldrum til þess að taka sameiginlega ákvarðanir um samskipti við lífsskoðunar- og trúfélög. Hvað það er sem knýr fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar í borgarstjórn til að gera breytingar á samstarfi, sem góð sátt hefur ríkt um, er óskiljanlegt. Með tillögunum sem samþykktar voru í mannréttindaráði, og teknar verða til afgreiðslu í borgarráði á næstu dögum, er verið að gera viðurkennt félagsstarf barna og unglinga sem fram fer á vegum kirkjunnar og trúfélaga tortryggilegt. Þær eru settar fram án sjáanlegs tilefnis og án faglegs undirbúnings. Tillögurnar hafa verið skreyttar hugtökum eins og trúfrelsi en vinna gegn grundvallarmannréttindum vegna þess að í trúfrelsi felst meðal annars frelsi til að velja. Og það er einmitt það sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna á að tryggja börnum bæði félagslega og trúarlega. Enn einu sinni er ekkert samráð haft við þann mikla fjölda fólks sem boðist hefur til þess að vinna með borginni að ásættanlegri lausn. Það er áhyggjuefni að slíkar tillögur komi frá því ráði í borgarkerfinu sem standa á vörð um mannréttindi en í því felst m.a. að fyrirbyggja fordóma í garð trúfélaga. Vinnubrögð mannréttindaráðs hafa dregið úr trúverðugleika þess meðal almennings. Þau hafa kallað fram umræðu um að aðrar hvatir búi að baki en þær sem byggja á jafnræði, umburðarlyndi og virðingu.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun