Jón Arnór Stefánsson er í landsliðshópi Peter Öqvist, landsliðsþjálfara karla í körfubolta, fyrir komandi Norðurlandamót í Sundsvall í Svíþjóð sem hefst um næstu helgi. Jón er ánægður með nýja þjálfarann.
„Við erum með okkar sterkasta lið og höfum verið að æfa mjög vel. Við erum í nýju prógrammi með nýjum þjálfara og höfum verið að gera þetta eins og maður þekkir þetta að utan. Við höfum verið að æfa tvisvar á dag og erum með gott styrktarprógramm,“ sagði Jón Arnór.
„Við erum mjög samstilltir og hann er að koma með sitt skipulag og aga inn í þetta sem hefur ekki verið áður. Við erum mjög vel stemmdir,“ sagði Jón Arnór. Fyrsti leikurinn er á móti Svíum á laugardaginn.
Jón Arnór um nýja þjálfarann: Agi sem hefur ekki verið áður
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn




Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn