Stelpurnar stórkostlegar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2011 07:00 Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsfyrirliði fagnar sigrinum ásamt liðsfélögum sínum. Fréttablaðið/Daníel Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tók stöllur sínar frá Úkraínu í sextíu mínútna kennslustund í leik liðanna í gærdag. Nítján marka sigur landsliðsins var eitthvað sem var ekki einu sinni til í villtustu draumum þjálfara liðsins Ágústs Jóhannssonar. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli," sagði Ágúst. Frá því að flautað var til leiks var ljóst hvort liðið ætlaði sér í lokakeppnina í Brasilíu. Íslensku stelpurnar voru ákveðnar í vörninni og fyrir aftan hana átti Guðný Jenný Ásmundsdóttir stórleik. Margir höfðu áhyggjur af markvörslunni fyrir leikinn enda tveir reynslumestu markverðir liðsins fjarri góðu gamni. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar. Í sókninni gekk allt upp framan af leik. Boltinn gekk hratt á milli og leikmenn íslenska liðsins áræðnir í aðgerðum sínum. Skotnýting liðsins var með ólíkindum og markaskorun dreifðist jafnt. Hið sama verður ekki sagt um andstæðinginn en vinstri skytta úkraínska liðsins skoraði tólf af átján mörkum liðsins. „Við erum komnar með virkilega flottan hóp. Hver einasti leikmaður sem kemur inn á er klár og er með sitt hlutverk á hreinu," sagði skælbrosandi Rakel Dögg Bragadóttir fyrirliði í leikslok. Fjórtán af sextán leikmönnum liðsins komu við sögu í leiknum og munar um minna að hafa úr breiddinni að spila. Forskot íslenska liðsins byggðist upp jafnt og þétt og aldrei var slakað á klónni. Liðið jók meira að segja forskot sitt undir lok fyrri hálfleiks þegar liðið var í tvígang manni færri. „Við töluðum um það í hálfleik að fara ekki að halda einhverju heldur að bæta við hægt og rólega. Það gekk eftir," sagði Ágúst þjálfari. Úkraínska landsliðið hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarna áratugi en ljóst er að liðið hefur oft verið sterkara. Leikmenn liðsins virkuðu hreinlega áhugalausir líkt og þjálfarinn Leonid Yevtushenko sem var pollrólegur á bekknum. Nýtti ekki einu sinni leikhlé sitt í síðari hálfleiknum til þess að skipuleggja leik liðsins. Hann var skiljanlega ekki bjartsýnn fyrir síðari leik þjóðanna um næstu helgi. „Við eigum engan möguleika. Fimm til sex marka munur eða jafnvel tíu marka munur er möguleiki en ekki nítján," sagði Yevtushenko í leikslok. Sigurvilji og sjálfstraust íslensku stúlknanna er greinilega mikið um þessar mundir. Stígandi hefur verið í leik liðsins á undanförnum árum og ljóst að Ísland á kvennalandslið í handknattleik sem er farið að standast sterkustu þjóðum heimsins snúning. Íslenski handboltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Leik lokið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tók stöllur sínar frá Úkraínu í sextíu mínútna kennslustund í leik liðanna í gærdag. Nítján marka sigur landsliðsins var eitthvað sem var ekki einu sinni til í villtustu draumum þjálfara liðsins Ágústs Jóhannssonar. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli," sagði Ágúst. Frá því að flautað var til leiks var ljóst hvort liðið ætlaði sér í lokakeppnina í Brasilíu. Íslensku stelpurnar voru ákveðnar í vörninni og fyrir aftan hana átti Guðný Jenný Ásmundsdóttir stórleik. Margir höfðu áhyggjur af markvörslunni fyrir leikinn enda tveir reynslumestu markverðir liðsins fjarri góðu gamni. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar. Í sókninni gekk allt upp framan af leik. Boltinn gekk hratt á milli og leikmenn íslenska liðsins áræðnir í aðgerðum sínum. Skotnýting liðsins var með ólíkindum og markaskorun dreifðist jafnt. Hið sama verður ekki sagt um andstæðinginn en vinstri skytta úkraínska liðsins skoraði tólf af átján mörkum liðsins. „Við erum komnar með virkilega flottan hóp. Hver einasti leikmaður sem kemur inn á er klár og er með sitt hlutverk á hreinu," sagði skælbrosandi Rakel Dögg Bragadóttir fyrirliði í leikslok. Fjórtán af sextán leikmönnum liðsins komu við sögu í leiknum og munar um minna að hafa úr breiddinni að spila. Forskot íslenska liðsins byggðist upp jafnt og þétt og aldrei var slakað á klónni. Liðið jók meira að segja forskot sitt undir lok fyrri hálfleiks þegar liðið var í tvígang manni færri. „Við töluðum um það í hálfleik að fara ekki að halda einhverju heldur að bæta við hægt og rólega. Það gekk eftir," sagði Ágúst þjálfari. Úkraínska landsliðið hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarna áratugi en ljóst er að liðið hefur oft verið sterkara. Leikmenn liðsins virkuðu hreinlega áhugalausir líkt og þjálfarinn Leonid Yevtushenko sem var pollrólegur á bekknum. Nýtti ekki einu sinni leikhlé sitt í síðari hálfleiknum til þess að skipuleggja leik liðsins. Hann var skiljanlega ekki bjartsýnn fyrir síðari leik þjóðanna um næstu helgi. „Við eigum engan möguleika. Fimm til sex marka munur eða jafnvel tíu marka munur er möguleiki en ekki nítján," sagði Yevtushenko í leikslok. Sigurvilji og sjálfstraust íslensku stúlknanna er greinilega mikið um þessar mundir. Stígandi hefur verið í leik liðsins á undanförnum árum og ljóst að Ísland á kvennalandslið í handknattleik sem er farið að standast sterkustu þjóðum heimsins snúning.
Íslenski handboltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Leik lokið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita