Viðskipti innlent

Tækifæri í gosinu

Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Clara, sem búsettur er í San Fransico þekkir þá flesta sem tepptust hér. Eins og frumkvöðla er háttur sá hann tækifæri í svartnættinu. Hann bauð þeim að skoða skrifstofur Clara og blés síðan til lítillar frumkvöðlaráðstefnu undir yfirskriftinni TechCrunch Erupt.

 

Helsta framáfólki í nýsköpunargeiranum hér var boðið til fundarins á annarri hæðinni í Kjörgarði við Laugaveg. Fimmtíu mættu, sem þykir gott, ekki síst ef tillit er tekið til þess að ráðstefnan var ákveðin með einnar klukkustundar fyrirvara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×