Kvaddi Sviss með viðeigandi hætti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. maí 2011 07:00 Björgvin Páll Gústavsson vann alla þá titla sem hægt var að vinna í svissneskum handknattleik og það tvö ár í röð. Fréttablaðið/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson varð í gær svissneskur meistari með Kadetten Schaffhausen, annað árið í röð. Reyndar unnu Björgvin og félagar alla titlana sem í boði voru í vetur, rétt eins og í fyrra. „Það kom ekkert annað til greina en að klára þetta með stæl," sagði Björgvin við Fréttablaðið en Kadetten vann í gær öruggan sigur á Pfadi Winterthur, 38-25, í þriðja úrslitaleik liðanna um titilinn. Kadetten vann því rimmuna örugglega, 3-0. Björgvin stóð sig frábærlega í öllum þremur leikjunum og ekki síst í gær þegar hann varði 21 skot, þar af bæði vítaskotin sem andstæðingarnir fengu í gær. „Þetta er mjög viðeigandi og gott að geta kvatt liðið með þessum hætti," segir Björgvin en hann gengur nú í sumar til liðs við þýska stórliðið Magdeburg eftir tveggja ára dvöl í Sviss. „Við héldum dampinum frá því í fyrra þar sem við unnum einnig allt sem var í boði auk þess sem við komust í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa. Í ár sýndum við svo að við erum með sterkustu liðum Evrópu þegar við vorum nálægt því að slá Montpellier út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar." Björgvin segir að hann hafi náð öllum þeim markmiðum sem hann setti sér áður en hann flutti til Sviss. „Ég ætlaði að fá að spila mikið og öðlast reynslu í Evrópukeppnum. Ég hef sýnt meiri stöðugleika sem var eitthvað sem ég þurfti og tel að ég sé tilbúinn fyrir næsta skref, sem er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Það er gott að geta tekið það skref með félagi eins og Magdeburg," sagði Björgvin. Hann kveður því sáttur og glaður við Schaffhausen. „Þetta er geggjaður staður og hér var frábært að vera. Þetta er miklu betri deild en ég hélt. Liðið er nú komið á háan stall og það var gaman að fá að taka þátt í því að koma liðinu þangað." Handbolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson varð í gær svissneskur meistari með Kadetten Schaffhausen, annað árið í röð. Reyndar unnu Björgvin og félagar alla titlana sem í boði voru í vetur, rétt eins og í fyrra. „Það kom ekkert annað til greina en að klára þetta með stæl," sagði Björgvin við Fréttablaðið en Kadetten vann í gær öruggan sigur á Pfadi Winterthur, 38-25, í þriðja úrslitaleik liðanna um titilinn. Kadetten vann því rimmuna örugglega, 3-0. Björgvin stóð sig frábærlega í öllum þremur leikjunum og ekki síst í gær þegar hann varði 21 skot, þar af bæði vítaskotin sem andstæðingarnir fengu í gær. „Þetta er mjög viðeigandi og gott að geta kvatt liðið með þessum hætti," segir Björgvin en hann gengur nú í sumar til liðs við þýska stórliðið Magdeburg eftir tveggja ára dvöl í Sviss. „Við héldum dampinum frá því í fyrra þar sem við unnum einnig allt sem var í boði auk þess sem við komust í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa. Í ár sýndum við svo að við erum með sterkustu liðum Evrópu þegar við vorum nálægt því að slá Montpellier út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar." Björgvin segir að hann hafi náð öllum þeim markmiðum sem hann setti sér áður en hann flutti til Sviss. „Ég ætlaði að fá að spila mikið og öðlast reynslu í Evrópukeppnum. Ég hef sýnt meiri stöðugleika sem var eitthvað sem ég þurfti og tel að ég sé tilbúinn fyrir næsta skref, sem er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Það er gott að geta tekið það skref með félagi eins og Magdeburg," sagði Björgvin. Hann kveður því sáttur og glaður við Schaffhausen. „Þetta er geggjaður staður og hér var frábært að vera. Þetta er miklu betri deild en ég hélt. Liðið er nú komið á háan stall og það var gaman að fá að taka þátt í því að koma liðinu þangað."
Handbolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira