Vondar fréttir, samstillt viðbrögð 24. maí 2011 07:00 Eldgosið í Grímsvötnum minnir okkur enn og aftur á að við búum í landi þar sem náttúruöflin eru óútreiknanleg og geta hvenær sem er gripið harkalega inn í okkar daglega líf. Náttúran sýnir mátt sinn og megin og manneskjurnar verða um leið ósköp smáar frammi fyrir þeim ógnarkrafti sem í henni býr. Saga landsins sýnir að við getum hvenær sem er búizt við enn ógurlegri hamförum. Hins vegar erum við líka margfalt betur í stakk búin að takast á við náttúruhamfarir en fyrr á öldum, þegar þjóðin var vanbúin og varnarlaus gagnvart afleiðingum eldgosa. Almannavarnakerfið, sem byggt hefur verið upp á undanförnum áratugum, hefur virkað vel að þessu sinni eins og síðustu skipti sem hefur gosið á Íslandi. Meðal annars vegna samstillts átaks heimamanna, björgunarsveita, lögreglu og annarra hefur enn enginn slasazt eða veikzt af völdum gossins og mest af búpeningi hefur komizt í skjól. Ýmis áhrif eiga eftir að koma fram síðar, til dæmis eru menn nú farnir að átta sig betur á sálrænum áföllum, sem fylgja náttúruhamförum. Áhrifin á efnahagslífið – á svæðinu í kringum eldstöðina, á Íslandi og raunar víðar um heiminn – geta orðið umtalsverð. Lífsafkomu bænda í sveitunum í nálægð við Vatnajökul er ógnað. Ferðaþjónustan, sem bjóst við metsumri, getur misst spón úr aski sínum. Ef fram fer sem horfir, verða öðru sinni á rúmu ári verulegar truflanir á alþjóðlegri flugumferð vegna eldgoss á Íslandi. Eins og við höfum séð, geta bæði falizt ógnir og tækifæri í þeirri athygli sem slíkt vekur á landinu. Nú búa ferðaþjónustan og ferðamálayfirvöld að reynslunni frá því í fyrra og verða að vera reiðubúin að grípa aftur til sérstakra aðgerða til að miðla upplýsingum og reyna að snúa stöðunni sér í hag. Mörgum þykir nóg komið af vondum fréttum á Íslandi. Náttúruhamfarir tvö ár í röð, eftir tvö verstu árin í efnahagslífinu um langan aldur, eru sannarlega ekki góð tíðindi. Reynslan af gosinu í Eyjafjallajökli í fyrra sýnir okkur hins vegar að hægt er að vinna vel úr vondri stöðu og gera það tiltölulega hratt. Í uppbyggingarstarfinu hefur þjóðin staðið einhuga að baki þeim sem urðu fyrir tjóni í gosinu og margir hafa lagt sitt af mörkum við endurreisnina. Það er reyndar munurinn á viðbrögðunum við hinum vondu fréttum, af bankahruninu og öllu sem því fylgdi annars vegar og af náttúruhamförunum hins vegar; í síðara tilvikinu stendur þjóðin saman sem einn maður. Enda er erfitt að finna sökudólga á meðal náttúruaflanna. Engu að síður hljótum við að velta því fyrir okkur hvort okkur geti lærzt með tímanum að bregðast jafn fagmannlega og fumlaust við efnahagslegum áföllum og við náttúruhamförum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun
Eldgosið í Grímsvötnum minnir okkur enn og aftur á að við búum í landi þar sem náttúruöflin eru óútreiknanleg og geta hvenær sem er gripið harkalega inn í okkar daglega líf. Náttúran sýnir mátt sinn og megin og manneskjurnar verða um leið ósköp smáar frammi fyrir þeim ógnarkrafti sem í henni býr. Saga landsins sýnir að við getum hvenær sem er búizt við enn ógurlegri hamförum. Hins vegar erum við líka margfalt betur í stakk búin að takast á við náttúruhamfarir en fyrr á öldum, þegar þjóðin var vanbúin og varnarlaus gagnvart afleiðingum eldgosa. Almannavarnakerfið, sem byggt hefur verið upp á undanförnum áratugum, hefur virkað vel að þessu sinni eins og síðustu skipti sem hefur gosið á Íslandi. Meðal annars vegna samstillts átaks heimamanna, björgunarsveita, lögreglu og annarra hefur enn enginn slasazt eða veikzt af völdum gossins og mest af búpeningi hefur komizt í skjól. Ýmis áhrif eiga eftir að koma fram síðar, til dæmis eru menn nú farnir að átta sig betur á sálrænum áföllum, sem fylgja náttúruhamförum. Áhrifin á efnahagslífið – á svæðinu í kringum eldstöðina, á Íslandi og raunar víðar um heiminn – geta orðið umtalsverð. Lífsafkomu bænda í sveitunum í nálægð við Vatnajökul er ógnað. Ferðaþjónustan, sem bjóst við metsumri, getur misst spón úr aski sínum. Ef fram fer sem horfir, verða öðru sinni á rúmu ári verulegar truflanir á alþjóðlegri flugumferð vegna eldgoss á Íslandi. Eins og við höfum séð, geta bæði falizt ógnir og tækifæri í þeirri athygli sem slíkt vekur á landinu. Nú búa ferðaþjónustan og ferðamálayfirvöld að reynslunni frá því í fyrra og verða að vera reiðubúin að grípa aftur til sérstakra aðgerða til að miðla upplýsingum og reyna að snúa stöðunni sér í hag. Mörgum þykir nóg komið af vondum fréttum á Íslandi. Náttúruhamfarir tvö ár í röð, eftir tvö verstu árin í efnahagslífinu um langan aldur, eru sannarlega ekki góð tíðindi. Reynslan af gosinu í Eyjafjallajökli í fyrra sýnir okkur hins vegar að hægt er að vinna vel úr vondri stöðu og gera það tiltölulega hratt. Í uppbyggingarstarfinu hefur þjóðin staðið einhuga að baki þeim sem urðu fyrir tjóni í gosinu og margir hafa lagt sitt af mörkum við endurreisnina. Það er reyndar munurinn á viðbrögðunum við hinum vondu fréttum, af bankahruninu og öllu sem því fylgdi annars vegar og af náttúruhamförunum hins vegar; í síðara tilvikinu stendur þjóðin saman sem einn maður. Enda er erfitt að finna sökudólga á meðal náttúruaflanna. Engu að síður hljótum við að velta því fyrir okkur hvort okkur geti lærzt með tímanum að bregðast jafn fagmannlega og fumlaust við efnahagslegum áföllum og við náttúruhamförum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun