Ævintýrið heldur áfram í Danaveldi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2011 08:00 Guðjón Valur Sigurðsson gæti verið á leið til Danmerkur. Fréttablaðið/Valli Jesper Nielsen, eigandi danska handboltaliðsins AG Kaupmannahafnar, varpaði enn einni sprengjunni í handboltaheiminn í gær þegar hann nafngreindi þrjá íslenska landsliðsmenn sem hann ætlar að fá til liðsins næsta sumar. Þetta eru þeir Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson – allir leikmenn Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Nielsen hefur einnig sterk ítök í Löwen, þar sem hann er stjórnarmaður auk þess sem fyrirtæki hans, KasiGroup, er einn helsti styrktaraðili félagsins. Það lá fyrir að Ólafur myndi koma í sumar og á heimasíðu AG er haft eftir Nielsen að hann hafi samið við bæði Ólaf og Guðjón Val. Sá síðarnefndi sagði reyndar í samtali við Vísi í gær að málið væri ekki komið svo langt en að hann hefði átt í viðræðum við félagið. Fréttablaðið fékk viðbrögð Snorra Steins Guðjónssonar við þessu en hann leikur með AG í dag ásamt öðrum landsliðsmanni, Arnóri Atlasyni. Ólafur Guðmundsson er einnig samningsbundinn AG en var lánaður þetta tímabilið til FH. „Ég hafði auðvitað heyrt af þessu en veit ekki til þess að þeir séu búnir að skrifa undir. En það væri frábært að fá þá," sagði Snorri Steinn. „Þetta væri vissulega sérstakt en líka mjög gaman. Það væri gaman að prófa þetta og sjá hvernig þetta virkar." Nielsen stefnir að því að gera AG að stærsta íþróttafélagi Danmerkur og að liðið verði í allra fremstu röð í evrópskum handbolta. „Hann hefur ekki farið leynt með sín markmið og maður er hættur að verða hissa á því sem maður les í blöðunum þegar hann er annars vegar. Hann er nokkuð djarfur en stendur yfirleitt við það sem hann segir. Ég hélt til dæmis að hann væri að grínast þegar hann sagðist ætla að láta úrslitaleik deildarinnar fara fram á Parken fyrir framan 40 þúsund manns. En nú er hann greinilega búinn að panta völlinn þó svo að úrslitakeppnin sé ekki einu sinni hafin," sagði hann en Parken er þjóðarleikvangur Dana og er yfirleitt notaður fyrir knattspyrnuleiki. Snorri segir að þetta mál hafi vissulega borið á góma á æfingu í gær. „Þeim finnst nóg að vera með tvo Íslendinga fyrir," sagði Snorri og hló. „En ég held að allir gera sér grein fyrir því að þetta yrði mikill styrkur fyrir liðið. Vissulega er það hausverkur fyrir þjálfara að vera með þrjá leikmenn í hverri stöðu en leikmenn hræðast ekki samkeppnina." Snorri segir að það sé ljóst að leikmenn fái ekki að spila 60 mínútur í hverri viku í svo sterku liði. „En maður fær svo mikið annað í staðinn. Ég lít á þetta sem ævintýri og ég er viss um að Nielsen sé ekki hættur. Nú ætlar hann á Parken og guð má vita hvað kemur næst." Handbolti Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Jesper Nielsen, eigandi danska handboltaliðsins AG Kaupmannahafnar, varpaði enn einni sprengjunni í handboltaheiminn í gær þegar hann nafngreindi þrjá íslenska landsliðsmenn sem hann ætlar að fá til liðsins næsta sumar. Þetta eru þeir Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson – allir leikmenn Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Nielsen hefur einnig sterk ítök í Löwen, þar sem hann er stjórnarmaður auk þess sem fyrirtæki hans, KasiGroup, er einn helsti styrktaraðili félagsins. Það lá fyrir að Ólafur myndi koma í sumar og á heimasíðu AG er haft eftir Nielsen að hann hafi samið við bæði Ólaf og Guðjón Val. Sá síðarnefndi sagði reyndar í samtali við Vísi í gær að málið væri ekki komið svo langt en að hann hefði átt í viðræðum við félagið. Fréttablaðið fékk viðbrögð Snorra Steins Guðjónssonar við þessu en hann leikur með AG í dag ásamt öðrum landsliðsmanni, Arnóri Atlasyni. Ólafur Guðmundsson er einnig samningsbundinn AG en var lánaður þetta tímabilið til FH. „Ég hafði auðvitað heyrt af þessu en veit ekki til þess að þeir séu búnir að skrifa undir. En það væri frábært að fá þá," sagði Snorri Steinn. „Þetta væri vissulega sérstakt en líka mjög gaman. Það væri gaman að prófa þetta og sjá hvernig þetta virkar." Nielsen stefnir að því að gera AG að stærsta íþróttafélagi Danmerkur og að liðið verði í allra fremstu röð í evrópskum handbolta. „Hann hefur ekki farið leynt með sín markmið og maður er hættur að verða hissa á því sem maður les í blöðunum þegar hann er annars vegar. Hann er nokkuð djarfur en stendur yfirleitt við það sem hann segir. Ég hélt til dæmis að hann væri að grínast þegar hann sagðist ætla að láta úrslitaleik deildarinnar fara fram á Parken fyrir framan 40 þúsund manns. En nú er hann greinilega búinn að panta völlinn þó svo að úrslitakeppnin sé ekki einu sinni hafin," sagði hann en Parken er þjóðarleikvangur Dana og er yfirleitt notaður fyrir knattspyrnuleiki. Snorri segir að þetta mál hafi vissulega borið á góma á æfingu í gær. „Þeim finnst nóg að vera með tvo Íslendinga fyrir," sagði Snorri og hló. „En ég held að allir gera sér grein fyrir því að þetta yrði mikill styrkur fyrir liðið. Vissulega er það hausverkur fyrir þjálfara að vera með þrjá leikmenn í hverri stöðu en leikmenn hræðast ekki samkeppnina." Snorri segir að það sé ljóst að leikmenn fái ekki að spila 60 mínútur í hverri viku í svo sterku liði. „En maður fær svo mikið annað í staðinn. Ég lít á þetta sem ævintýri og ég er viss um að Nielsen sé ekki hættur. Nú ætlar hann á Parken og guð má vita hvað kemur næst."
Handbolti Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira