Markaðurinn bíður átekta 24. febrúar 2011 06:00 Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins var í gærmorgun 2,53 prósentustig (253 punktar). Álagið hefur lítillega hækkað síðan um helgi þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði lögum um nýjan Icesave-samning til þjóðarinnar. Í umfjöllun IFS Greiningar í gær kemur fram að skuldatryggingarálag flestra evruríkja hafi farið hækkandi vegna aukinnar áhættufælni í kjölfar óeirða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. „Álagið var í 244 punktum," segir Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu, en var í gær komið í 253 punkta. Eggert segir að alþjóðamarkaðir hafi síðustu daga verið litaðir af mikilli áhættu. „Hlutabréf hafa lækkað og hávaxtamyntir hafa gefið eftir. Svo hefur olían náttúrlega hækkað snarlega." Eggert segir því ekki hægt að lesa það út úr þróun skuldatryggingarálags á Ísland að ákvörðun forsetans hafi haft áhrif á hana. „Þetta gæti allt eins verið í samræmi við aukinn óróleika á mörkuðum," segir hann en áréttar þó að varasamt kunni að vera að lesa of mikið úr tölum um skuldatryggingarálag, því markaður með skuldatryggingar sé ógagnsær og grunnur. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir viðbrögð við ákvörðun forsetans mun minni í ár en þau voru í fyrra og eigi það jafnt við um markað með skuldatryggingar og skuldabréf. „Í raun kom mér það svolítið á óvart," segir hún, en telur að sérfræðingar á markaði kunni að vera reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar forsetinn vísaði fyrri Icesave-samningum til þjóðarinnar. „Núna er bara eins og verið sé að bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar," segir hún. Þá telur Ásdís að niðurstaða skoðanakönnunar MMR, sem birt var eftir ákvörðun forsetans, um að meirihluti væri fyrir því að samþykkja nýjasta Icesave-samninginn kynni að hafa róað markaðinn. „Fyrst voru örlítil viðbrögð þótt þau væru ekki sterk, fyrirséð var að gjaldeyrishöft yrðu áfram og þar fram eftir götunum og menn héldu að lögunum yrði hafnað. En svo kom könnunin og þá gekk þetta svolítið til baka." Þá segir Ásdís líklegt að hreyfingu á markaði skuldatrygginga megi rekja til annarrar þróunar á alþjóðavísu, því væntanlega hefðu viðbrögð við ákvörðun forsetans, hefði til þeirra komið, orðið sterkari strax á mánudegi. „Í fyrra voru öll viðbrögð miklu sterkari, en núna er þetta allt öðru vísi." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins var í gærmorgun 2,53 prósentustig (253 punktar). Álagið hefur lítillega hækkað síðan um helgi þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði lögum um nýjan Icesave-samning til þjóðarinnar. Í umfjöllun IFS Greiningar í gær kemur fram að skuldatryggingarálag flestra evruríkja hafi farið hækkandi vegna aukinnar áhættufælni í kjölfar óeirða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. „Álagið var í 244 punktum," segir Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu, en var í gær komið í 253 punkta. Eggert segir að alþjóðamarkaðir hafi síðustu daga verið litaðir af mikilli áhættu. „Hlutabréf hafa lækkað og hávaxtamyntir hafa gefið eftir. Svo hefur olían náttúrlega hækkað snarlega." Eggert segir því ekki hægt að lesa það út úr þróun skuldatryggingarálags á Ísland að ákvörðun forsetans hafi haft áhrif á hana. „Þetta gæti allt eins verið í samræmi við aukinn óróleika á mörkuðum," segir hann en áréttar þó að varasamt kunni að vera að lesa of mikið úr tölum um skuldatryggingarálag, því markaður með skuldatryggingar sé ógagnsær og grunnur. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir viðbrögð við ákvörðun forsetans mun minni í ár en þau voru í fyrra og eigi það jafnt við um markað með skuldatryggingar og skuldabréf. „Í raun kom mér það svolítið á óvart," segir hún, en telur að sérfræðingar á markaði kunni að vera reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar forsetinn vísaði fyrri Icesave-samningum til þjóðarinnar. „Núna er bara eins og verið sé að bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar," segir hún. Þá telur Ásdís að niðurstaða skoðanakönnunar MMR, sem birt var eftir ákvörðun forsetans, um að meirihluti væri fyrir því að samþykkja nýjasta Icesave-samninginn kynni að hafa róað markaðinn. „Fyrst voru örlítil viðbrögð þótt þau væru ekki sterk, fyrirséð var að gjaldeyrishöft yrðu áfram og þar fram eftir götunum og menn héldu að lögunum yrði hafnað. En svo kom könnunin og þá gekk þetta svolítið til baka." Þá segir Ásdís líklegt að hreyfingu á markaði skuldatrygginga megi rekja til annarrar þróunar á alþjóðavísu, því væntanlega hefðu viðbrögð við ákvörðun forsetans, hefði til þeirra komið, orðið sterkari strax á mánudegi. „Í fyrra voru öll viðbrögð miklu sterkari, en núna er þetta allt öðru vísi." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira