Handbolti

Kiel skellti toppliði Hamburgar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð fagnar í kvöld.
Alfreð fagnar í kvöld.
Kiel vann sætan sigur á Hamburg í kvöld, 38-35, er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Hamburg er svo gott sem búið að hrifsa titilinn af Kiel í ár en sigurinn er mikilvægur fyrir Kiel sem er í harðri baráttu við Rhein-Neckar Löwen um annað sætið í deildinni.

Kiel er nú tveimur stigum á undan Löwen og þrem stigum á eftir Hamburg en ólíklegt verður að teljast að Hamburg missi það forskot niður.

Aron Pálmarsson átti fínan leik fyrir Kiel og skoraði fjögur mörk. Filip Jicha var markahæstur hjá Kiel með 9 mörk og Mimi Kraus skoraði 10 fyror Hamburg.

Þórir Ólafsson og félagar í TuS N-Lübbecke máttu síðan sætta sig við tap á heimavelli gegn Göppingen. Lokatölur 25-27.

Þórir fór mikinn í liði Lubbecke og skoraði sex mörk, þar af eitt úr víti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×