Við erum drykkfelld og tæknióð - og helmingurinn er einhleypur 19. nóvember 2011 20:00 Íslendingar gera sér glaðan dag á þjóðhátíðardaginn. Íslendingar eru tæknióð þjóð listunnenda, sem finnst ágætt að vera á lausu og fá sér í glas. Hafsteinn Hauksson rýndi í nýjustu útgáfu Landshaga Hagstofunnar og komst að ýmsu merkilegu um land og þjóð. Eitt sem er alveg ljóst er að Íslendingar kunna vel að meta nýjustu tækni. Þótt ótrúlegt megi virðast er tölva inni á hverju einasta íslenska heimili þar sem barn undir 16 ára aldri býr. Það er líklegast eins gott því nítján af hverjum tuttugu landsmönnum nota netið í hverri viku. Þeir sem ekki fara á netið í tölvunni heima gera það svo örugglega símanum, því fyrir hverja þúsund íbúa er 1.071 farsímaáskrift. Íslendingum virðist finnast sopinn góður - í það minnsta eyðir meðalfjölskyldan þriðjungi stærri hluta tekna sinna í áfenga drykki en óáfenga. Hvort það er í mótsögn við trúrækni Íslendinga skal ósagt látið, en langstærstur hluti þjóðarinnar er skráður í trúfélag. Það fjölmennasta er enn sem fyrr þjóðkirkjan með 250 þúsund sóknarbörn, en það fámennasta er alþjóðleg kirkja Guðs og embætti Jesú Krists. Þar eru sóknarbörnin þrjú. Þjóðin er að auki listelsk með eindæmum því hver einasti Íslendingur fer að meðaltali tæplega einu sinni í leikhús, fjórum sinnum á safn og fimm sinnum í bíó á ári. Þá er hann reyndar þrettán sinnum líklegri til að fara á erlenda mynd en íslenska. Svo er spurning hversu stór hluti þessara bíó- og leikhúsferða eru stefnumót, þar sem tæplega helmingur fullorðinna í landinu er skráður einhleypur. Kannski af því að Íslendingar eru of uppteknir við að detta í það og hanga á netinu til að finna maka - nú, nema það fari saman við makaleitina. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Íslendingar eru tæknióð þjóð listunnenda, sem finnst ágætt að vera á lausu og fá sér í glas. Hafsteinn Hauksson rýndi í nýjustu útgáfu Landshaga Hagstofunnar og komst að ýmsu merkilegu um land og þjóð. Eitt sem er alveg ljóst er að Íslendingar kunna vel að meta nýjustu tækni. Þótt ótrúlegt megi virðast er tölva inni á hverju einasta íslenska heimili þar sem barn undir 16 ára aldri býr. Það er líklegast eins gott því nítján af hverjum tuttugu landsmönnum nota netið í hverri viku. Þeir sem ekki fara á netið í tölvunni heima gera það svo örugglega símanum, því fyrir hverja þúsund íbúa er 1.071 farsímaáskrift. Íslendingum virðist finnast sopinn góður - í það minnsta eyðir meðalfjölskyldan þriðjungi stærri hluta tekna sinna í áfenga drykki en óáfenga. Hvort það er í mótsögn við trúrækni Íslendinga skal ósagt látið, en langstærstur hluti þjóðarinnar er skráður í trúfélag. Það fjölmennasta er enn sem fyrr þjóðkirkjan með 250 þúsund sóknarbörn, en það fámennasta er alþjóðleg kirkja Guðs og embætti Jesú Krists. Þar eru sóknarbörnin þrjú. Þjóðin er að auki listelsk með eindæmum því hver einasti Íslendingur fer að meðaltali tæplega einu sinni í leikhús, fjórum sinnum á safn og fimm sinnum í bíó á ári. Þá er hann reyndar þrettán sinnum líklegri til að fara á erlenda mynd en íslenska. Svo er spurning hversu stór hluti þessara bíó- og leikhúsferða eru stefnumót, þar sem tæplega helmingur fullorðinna í landinu er skráður einhleypur. Kannski af því að Íslendingar eru of uppteknir við að detta í það og hanga á netinu til að finna maka - nú, nema það fari saman við makaleitina.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira