Ísland á möguleika á að fara í léttasta riðilinn í forkeppni ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2011 10:15 Aron Pálmarsson í leiknum gegn Frakklandi í gær. Mynd/Valli Nú þegar ljóst er að Ísland er með öruggt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Lundúnum árið 2012 er rétt að skoða í hvaða riðlil Ísland á möguleika á að spila í. Alls keppa tólf lið í handbolta á Ólympíuleikunum. Ellefu þeirra verða að vinna sér inn þátttökurétt en gestgjafarnir, Bretland, fá sinn sjálfkrafa. Heimsmeistararnir og þar að auki fjórir álfumeistarar (Evrópu, Asíu, Afríku og Ameríku) fá þátttökurétt til mótinu. Það þýðir að eftir standa sex sæti sem keppt verður um í áðurnefndri forkeppni. Í forkeppnina komast tólf lið - þar af þau sex lið sem verða í 2.-7. sæti á HM í Svíþjóð. Ísland spilar um 5.-6. sætið og er því með öruggt sæti þar. En nú er spurning í hvaða riðli Ísland lendir í forkeppninni því þeir eru mismunandi erfiðir. Hérna má sjá hvernig liðin tólf raðast í þrjá riðla í forkeppninni: Riðill 1:2. sæti á HM 7. sæti á HMEvrópuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á EM 2012 í Serbíu af þeim sem ekki tryggðu sér sæti í forkeppni ÓL á HM 2011.Afríkuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Afríkumótinu 2011.Riðill 2:3. sæti á HM 6. sæti á HM Ameríkuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Ameríkumótinu 2011.Evrópuþjóð - sú þjóð sem nær þriðja besta árangri á EM 2012 í Serbíu af þeim sem ekki tryggðu sér sæti í forkeppni ÓL á HM 2011.Riðill 3: 4. sæti á HM 5. sæti á HM Asíuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Asíumótinu 2011.Ameríkuþjóð - sú þjóð sem nær þriðja besta árangri á Ameríkumótinu 2011. Augljóst er á þessu að auðveldasti riðillinn í undankeppninni er sá þriðji. Hann er sá eini sem ekki er með þremur Evrópuþjóðum. Ísland mun á föstudaginn spila við 5.-6. sætið á HM þegar liðið mætir Króatíu. Það er því mikið að vinna í þessum leik þar sem að talsvert auðveldari riðill í forkeppni ÓL bíður liðinu sem lendir í fimmta sæti. Hins vegar er rétt að nefna eitt til viðbótar. Ef ske kynni að Ísland myndi tapa fyrir Króatíu og enda í sjötta sæti á HM í Svíþjóð gæti samt verið möguleiki á því að komast í riðil 3. Ef eitt af liðunum sem lenda í 2.-5. sæti á HM í Svíþjóð verður svo Evrópumeistari í Serbíu á næsta ári fær viðkomandi sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum og þarf því ekki að taka þátt í forkeppninni. Liðin sem urðu í næstu sætum á eftir viðkomandi liði á HM í Svíþjóð myndu því færast upp um eitt sæti. Semsagt - Ísland myndi því „færast upp" í fimmta sætið. Það er eitt sem viðbótar sem gæti haft áhrif á þessa niðurröðun. Ef sama lið verður heimsmeistari nú í Svíþjóð og svo Evrópumeistari í Serbíu á næsta ári fær liðið sem hlýtur silfur á EM 2012 sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Ef það lið var þegar búið að tryggja sér sæti í forkeppninni færast önnur lið upp um eitt sæti. Forkeppnin sjálf fer fram í apríl á næsta ári en það mun ekki verða endanlega ljóst hvernig riðlarnir verða skipaðir fyrr en eftir EM í Serbíu á næsta ári. Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Nú þegar ljóst er að Ísland er með öruggt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Lundúnum árið 2012 er rétt að skoða í hvaða riðlil Ísland á möguleika á að spila í. Alls keppa tólf lið í handbolta á Ólympíuleikunum. Ellefu þeirra verða að vinna sér inn þátttökurétt en gestgjafarnir, Bretland, fá sinn sjálfkrafa. Heimsmeistararnir og þar að auki fjórir álfumeistarar (Evrópu, Asíu, Afríku og Ameríku) fá þátttökurétt til mótinu. Það þýðir að eftir standa sex sæti sem keppt verður um í áðurnefndri forkeppni. Í forkeppnina komast tólf lið - þar af þau sex lið sem verða í 2.-7. sæti á HM í Svíþjóð. Ísland spilar um 5.-6. sætið og er því með öruggt sæti þar. En nú er spurning í hvaða riðli Ísland lendir í forkeppninni því þeir eru mismunandi erfiðir. Hérna má sjá hvernig liðin tólf raðast í þrjá riðla í forkeppninni: Riðill 1:2. sæti á HM 7. sæti á HMEvrópuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á EM 2012 í Serbíu af þeim sem ekki tryggðu sér sæti í forkeppni ÓL á HM 2011.Afríkuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Afríkumótinu 2011.Riðill 2:3. sæti á HM 6. sæti á HM Ameríkuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Ameríkumótinu 2011.Evrópuþjóð - sú þjóð sem nær þriðja besta árangri á EM 2012 í Serbíu af þeim sem ekki tryggðu sér sæti í forkeppni ÓL á HM 2011.Riðill 3: 4. sæti á HM 5. sæti á HM Asíuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Asíumótinu 2011.Ameríkuþjóð - sú þjóð sem nær þriðja besta árangri á Ameríkumótinu 2011. Augljóst er á þessu að auðveldasti riðillinn í undankeppninni er sá þriðji. Hann er sá eini sem ekki er með þremur Evrópuþjóðum. Ísland mun á föstudaginn spila við 5.-6. sætið á HM þegar liðið mætir Króatíu. Það er því mikið að vinna í þessum leik þar sem að talsvert auðveldari riðill í forkeppni ÓL bíður liðinu sem lendir í fimmta sæti. Hins vegar er rétt að nefna eitt til viðbótar. Ef ske kynni að Ísland myndi tapa fyrir Króatíu og enda í sjötta sæti á HM í Svíþjóð gæti samt verið möguleiki á því að komast í riðil 3. Ef eitt af liðunum sem lenda í 2.-5. sæti á HM í Svíþjóð verður svo Evrópumeistari í Serbíu á næsta ári fær viðkomandi sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum og þarf því ekki að taka þátt í forkeppninni. Liðin sem urðu í næstu sætum á eftir viðkomandi liði á HM í Svíþjóð myndu því færast upp um eitt sæti. Semsagt - Ísland myndi því „færast upp" í fimmta sætið. Það er eitt sem viðbótar sem gæti haft áhrif á þessa niðurröðun. Ef sama lið verður heimsmeistari nú í Svíþjóð og svo Evrópumeistari í Serbíu á næsta ári fær liðið sem hlýtur silfur á EM 2012 sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Ef það lið var þegar búið að tryggja sér sæti í forkeppninni færast önnur lið upp um eitt sæti. Forkeppnin sjálf fer fram í apríl á næsta ári en það mun ekki verða endanlega ljóst hvernig riðlarnir verða skipaðir fyrr en eftir EM í Serbíu á næsta ári.
Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira