Handbolti

Alexander valinn í úrvalslið HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Petersson átti frábært mót í Svíþjóð.
Alexander Petersson átti frábært mót í Svíþjóð. Mynd/Valli

Alexander Petersson var í dag valinn í úrvalslið heimsmeistarakeppninnar í Svíþjóð af Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF.

Þetta eru frábær tíðindi fyrir íslenska landsliðið sem mátti sætta sig við sjötta sæti keppninnar eftir að hafa tapað síðustu fjórum leikjum sínum í mótinu.

Alexander átti frábært mót og var ásamt markverðinum Björgvini Páli Gústavssyni besti leikmaður íslenska landsliðsins.

Frakkar eiga tvo fulltrúa í lðinu en Króatía, Svíþjóð, Danmörk, og Noregur einn hver.

Nikola Karabatic var svo valinn besti leikmaður keppninnar en hann var þó ekki í sjálfu úrvalsliðinu.

Úrvalslið HM 2011:

Vinstra horn: Håvard Tvedten - Noregur

Hægra horn: Vedran Zrnic - Króatía

Lína: Bertrand Gille - Frakkland

Vinstri skytta: Mikkel Hansen - Danmörk

Miðja: Dalibor Doder - Svíþjóð

Hægri skytta: Alexander Petersson - Ísland

Markvörður: Thierry Omeyer - Frakkland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×