Handbolti

Guðmundur búinn að tilkynna inn 16 menn - Oddur í stúkunni á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oddur Gretarsson byrjar HM upp í stúku.
Oddur Gretarsson byrjar HM upp í stúku.

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, tilkynnti í kvöld inn sextán manna hóp á HM en Ísland fór út með sautján menn til Svíþjóðar.

Guðmundur ákvað að fylla öll sextán sætin en hann getur síðan tvisvar sinnum gert breytingar á hópnum sínum á meðan keppninni stendur.

Það verður Akureyringurinn Oddur Gretarsson sem verður í stúkunni í fyrsta leiknum á móti Ungverjum á morgun sem þýðir að Guðjón Valur Sigurðsson verður eini vinstri hornamaður íslenska landsliðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×