ESA: Íslendingar verða að tryggja greiðslur að fullu Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. desember 2011 10:00 ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, segir að þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin frá því að Icesave reikningunum hafi verið lokað sé Ísland enn ekki búið að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar upp að 20 þúsund evrum, samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Tilskipunin leitist við að auka traust neytenda/innstæðueigenda á bankakerfinu ef bankastofnanir verði gjaldþrota. Bankakerfið byggi á trausti og tiltrú neytenda og tilskipunin hafi mikilvægu hlutverki að gegna í því sambandi. „ESA heldur við fyrri afstöðu sína. Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur undirgengist með aðild að EES-samningnum. Því ber að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismununar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innstæðutryggingar", ítrekar Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA á vefsíðu stofnunarinnar. Á vef ESA kemur fram að samkvæmt upplysingum frá íslenskum stjórnvöldum verði umræddar kröfur ekki greiddar að fullu fyrr en í lok ársins 2013. „Einn megintilgangur tilskipunarinnar er að forðast að innstæðueigendur þurfi að sæta því að leita réttar síns við þrotabúskipti. Rúm þrjú ár eru liðin frá því að innstæðueigendur glötuðu aðgangi að reikningum sínum og kröfur hafa ekki enn verið greiddar að fullu. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að fara að ákvæðum tilskipunarinnar um innstæðutryggingar" segir forseti Eftirlitsstofnunar EFTA. ESA segir að málið verði nú lagt fyrir EFTA dómstólinn þar sem Ísland fær fullt tækifæri til að færa fram sín rök í málinu. Ef EFTA dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi gerst brotlegt við EES-samninginn, þurfi sland að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að niðurstöðu dómsins eins fljótt og auðið sé. Utanríkismálanefnd Alþingis fundar nú um ákvörðun ESA á fundi sem hófst klukkan tíu. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, er mættur til fundarins en hann vildi ekkert tjá sig um hann fyrr en að fundinum loknum. Tengdar fréttir ESA stefnir Íslandi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveð að stefna Íslandi vegna Icesave deilunnar. Fundur í utanríkismálanefnd hefur verið boðaður klukkan tíu, en hann var boðaður með þriggja kortera fyrirvara. Við segjum nánar frá málinu í dag. Eins og kunnugt er ákváðu Íslendingar að hafna samningum við Breta og Hollendinga fyrr á árinu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson skaut málinu til þjóðarinnar. 14. desember 2011 09:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, segir að þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin frá því að Icesave reikningunum hafi verið lokað sé Ísland enn ekki búið að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar upp að 20 þúsund evrum, samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Tilskipunin leitist við að auka traust neytenda/innstæðueigenda á bankakerfinu ef bankastofnanir verði gjaldþrota. Bankakerfið byggi á trausti og tiltrú neytenda og tilskipunin hafi mikilvægu hlutverki að gegna í því sambandi. „ESA heldur við fyrri afstöðu sína. Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur undirgengist með aðild að EES-samningnum. Því ber að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismununar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innstæðutryggingar", ítrekar Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA á vefsíðu stofnunarinnar. Á vef ESA kemur fram að samkvæmt upplysingum frá íslenskum stjórnvöldum verði umræddar kröfur ekki greiddar að fullu fyrr en í lok ársins 2013. „Einn megintilgangur tilskipunarinnar er að forðast að innstæðueigendur þurfi að sæta því að leita réttar síns við þrotabúskipti. Rúm þrjú ár eru liðin frá því að innstæðueigendur glötuðu aðgangi að reikningum sínum og kröfur hafa ekki enn verið greiddar að fullu. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að fara að ákvæðum tilskipunarinnar um innstæðutryggingar" segir forseti Eftirlitsstofnunar EFTA. ESA segir að málið verði nú lagt fyrir EFTA dómstólinn þar sem Ísland fær fullt tækifæri til að færa fram sín rök í málinu. Ef EFTA dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi gerst brotlegt við EES-samninginn, þurfi sland að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að niðurstöðu dómsins eins fljótt og auðið sé. Utanríkismálanefnd Alþingis fundar nú um ákvörðun ESA á fundi sem hófst klukkan tíu. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, er mættur til fundarins en hann vildi ekkert tjá sig um hann fyrr en að fundinum loknum.
Tengdar fréttir ESA stefnir Íslandi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveð að stefna Íslandi vegna Icesave deilunnar. Fundur í utanríkismálanefnd hefur verið boðaður klukkan tíu, en hann var boðaður með þriggja kortera fyrirvara. Við segjum nánar frá málinu í dag. Eins og kunnugt er ákváðu Íslendingar að hafna samningum við Breta og Hollendinga fyrr á árinu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson skaut málinu til þjóðarinnar. 14. desember 2011 09:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
ESA stefnir Íslandi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveð að stefna Íslandi vegna Icesave deilunnar. Fundur í utanríkismálanefnd hefur verið boðaður klukkan tíu, en hann var boðaður með þriggja kortera fyrirvara. Við segjum nánar frá málinu í dag. Eins og kunnugt er ákváðu Íslendingar að hafna samningum við Breta og Hollendinga fyrr á árinu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson skaut málinu til þjóðarinnar. 14. desember 2011 09:00
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent