Handbolti

Er sænska landsliðið eins og unglingalið Sävehof?

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Staffan Olsson og Ola Lindgren eru þjálfarar sænska landsliðsins í handbolta.
Staffan Olsson og Ola Lindgren eru þjálfarar sænska landsliðsins í handbolta. Nordic Photos/Getty Images

Sænskir fjölmiðlar setja stórt spurningamerki við handboltalandslið sitt sem sýndi ekki meistaratakta gegn slöku liði Síle í opnunarleik heimsmeistaramótsins í Gautaborg í gær.

Svíar unnu með 10 marka mun, 28-18, en fjölmiðlar benda á þá skemmtilegu staðreynd að unglingalið Sävehof vann Síle með 9 marka mun í æfingaleik nokkrum dögum fyrir mótið

Oscar Carlén leikmaður sænska liðsins sagði við TV4 eftir leikinn að það væri erfitt að meta styrkleika liðsins. „Við áttum von á stórum sigri en það er erfitt að sannfæra „sérfræðingana" í svona leik þar sem að getumunurinn er mikill," sagði Carlén en sænskir íþróttafréttamenn telja að lið Síle sé í sama styrkleika og neðstu liðin í sænsku úrvalsdeildinni. Sænskir áhorfendur létu sig ekki vanta á leikinn en um 10.000 áhorfendur voru í Scandinavium keppnishöllinni í miðborg Gautaborgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×