Handbolti

Sex leikir á HM í dag - Tveir í beinni

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Danir fjölmenna á alla leiki, enda stutt að fara.
Danir fjölmenna á alla leiki, enda stutt að fara. AFP
Sex leikir fara fram á HM í handbolta í dag. Leikið er í A og C-riðlum. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.

Fyrst verður leikur Túnis og Spánverja í beinni klukkan 16.30. Spánverjar eru til alls líklegir á mótinu en þeir unnu Bahrain í fyrsta leik á meðan Túnis tapaði fyrir Frökkum.

Síðari leikurinn er viðureign Dana og Rúmena. Spennandi verður að sjá danska liðið etja kappi við frískt lið Rúmena sem stríddi Króötum heldur betur í fyrsta leiknum. Sá leikur hefst klukkan 19.15.

Leikir dagsins:

A-riðill:

15.15: Bahrain - Þýskaland

16.30: Túnis - Spánn (Beint á Stöð 2 Sport)

17.00: Ástralía - Serbía

D-riðill:

17.45: Egyptaland-Frakkland

19.00: Alsír - Króatía

19.15: Rúmenía - Danmörk (Beint á Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×