Snjókorn falla Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. desember 2011 22:00 Bíó. Hjem til jul. Leikstjórn: Bent Hamer. Leikarar: Trond Fausa Aurvåg, Fridtjov Såheim, Reidar Sørensen, Ingunn Beate Øyen, Nina Andresen Borud, Tomas Norström, Joachim Calmeyer, Cecilie Mosli. Norska kvikmyndin Hjem til jul er sannkölluð jólamynd og um leið eins konar smásagnasafn, en myndin gerist á aðfangadagskvöld og segir sögur margra mismunandi persóna sem standa flestar á einhvers konar krossgötum í lífi sínu. Þrátt fyrir að frásögnin sé oftast dramatísk er sjaldan stutt í svartan húmorinn og er það hrein unun að fylgjast með mislukkaða fráskilda pabbanum reyna að koma gjöfum til barnanna sinna í gervi jólasveins, eftir að hafa rotað stjúppabbann með skóflu úti í hlöðu. Sagan af umrenningnum sem reynir að komast heim til sín fyrir jól er ekki jafn spaugileg og minnir mann á það hversu hverfult lífið er. Tveir gamlir skólafélagar hittast. Hún lítur vel út og selur jólatré. Hann er dauðvona alkóhólisti og betlari. Gríðarsterk sena og laus við tilgerð. Leikstjórinn, Bent Hamer, gerir þetta vel. Myndin er jólaleg og upplífgandi þrátt fyrir að vera stútfull af drama og depurð. Það er helst bláendirinn sem ég set spurningamerki við. Er hann fallegur eða hallærislegur? Ég er ekki alveg viss. Það er varla að ég nenni að velta mér upp úr því. Hjem til jul er nefnilega búin að koma mér í svo mikið jólaskap. Niðurstaða: Krúttleg mynd sem gefur yl í kroppinn eftir langan dag á Laugaveginum. Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Bíó. Hjem til jul. Leikstjórn: Bent Hamer. Leikarar: Trond Fausa Aurvåg, Fridtjov Såheim, Reidar Sørensen, Ingunn Beate Øyen, Nina Andresen Borud, Tomas Norström, Joachim Calmeyer, Cecilie Mosli. Norska kvikmyndin Hjem til jul er sannkölluð jólamynd og um leið eins konar smásagnasafn, en myndin gerist á aðfangadagskvöld og segir sögur margra mismunandi persóna sem standa flestar á einhvers konar krossgötum í lífi sínu. Þrátt fyrir að frásögnin sé oftast dramatísk er sjaldan stutt í svartan húmorinn og er það hrein unun að fylgjast með mislukkaða fráskilda pabbanum reyna að koma gjöfum til barnanna sinna í gervi jólasveins, eftir að hafa rotað stjúppabbann með skóflu úti í hlöðu. Sagan af umrenningnum sem reynir að komast heim til sín fyrir jól er ekki jafn spaugileg og minnir mann á það hversu hverfult lífið er. Tveir gamlir skólafélagar hittast. Hún lítur vel út og selur jólatré. Hann er dauðvona alkóhólisti og betlari. Gríðarsterk sena og laus við tilgerð. Leikstjórinn, Bent Hamer, gerir þetta vel. Myndin er jólaleg og upplífgandi þrátt fyrir að vera stútfull af drama og depurð. Það er helst bláendirinn sem ég set spurningamerki við. Er hann fallegur eða hallærislegur? Ég er ekki alveg viss. Það er varla að ég nenni að velta mér upp úr því. Hjem til jul er nefnilega búin að koma mér í svo mikið jólaskap. Niðurstaða: Krúttleg mynd sem gefur yl í kroppinn eftir langan dag á Laugaveginum.
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira