JP Morgan fjárfestir í íslenska vatninu 24. maí 2011 06:00 Jón Ólafsson segir fjárfestingu í átöppunarverksmiðju þeirra feðga álíka mikla og í kísilverksmiðju. Á myndinni sýna þeir Jón og Kristján Össuri Skarphéðinssyni, þá iðnaðarráðherra, átöppunarverksmiðjuna þegar hún var ræst í september 2008. Fréttablaðið/Anton „Það er langt frá því að fyrirtækið standi illa,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings. Fyrirtækið framleiðir átappað flöskuvatn undir merkjum Icelandic Glacial við Þorlákshöfn. Fyrirtækið hefur lokið við að auka hlutafé fyrirtækisins um fjörutíu milljónir dala, jafnvirði 4,7 milljarða íslenskra króna. Tæp sjötíu prósent af hlutafénu, 28 milljónir dala, um 3,3 milljarðar króna, fólst í breytingu á skuldum í hlutafé. Afgangurinn var nýtt hlutafé. Við hlutafjáraukninguna fór eignarhluti bandaríska drykkjavörurisans Anheurser-Busch InBev úr nítján prósentum í 23,3. Nýir hluthafar bættust við, bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan auk tveggja kunningja Jóns, suður-afríski fjárfestirinn Dennis Raeburn og gríski skipakóngurinn Eiles Mavroleon. Eignarhluti Jón og Kristjáns sonar hans fer hins vegar úr 73 prósentum í 55 prósent. Jón bendir á að heildarfjárfestingin nemi nú þrettán milljörðum króna, sem er álíka fjárhæð og hafði verið tryggð fyrir fyrsta áfanga kísilverksmiðju í Helguvík árið 2008. Ársreikningur Iceland Water Holdings liggur ekki fyrir. Félagið tapaði 12,5 milljónum dala árið 2009, þar af voru 10,3 milljónir dala, jafnvirði 1,2 milljarða, beint rekstrartap. Skuldir námu þá tæpum 67 milljónum dala, tæpum 7,9 milljörðum króna. Jón segir hlutafjáraukninguna nú og aukna sölu á heimsvísu bæta stöðu fyrirtækisins verulega, skuldir séu komnar niður í tuttugu milljónir dala. Jón segir söluna aukast jafnt og þétt í samræmi við aukið landnám. Salan jókst um 86 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins. Vöxturinn hefur verið mestur í Kanada en þar jókst salan um 330 prósent frá sama tíma í hittifyrra. Þá er vatnið jafnframt til sölu í Kína og Rússlandi. „Áttatíu prósent sölunnar eru í Bandaríkjunum. Við stefnum á að þegar fram líði stundir verði salan jafn mikil í Bandaríkjunum og í Kína,“ segir Jón en í undirbúningi er að opna skrifstofu í Hong Kong á næstunni. jonab@frettabladid.is Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira
„Það er langt frá því að fyrirtækið standi illa,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings. Fyrirtækið framleiðir átappað flöskuvatn undir merkjum Icelandic Glacial við Þorlákshöfn. Fyrirtækið hefur lokið við að auka hlutafé fyrirtækisins um fjörutíu milljónir dala, jafnvirði 4,7 milljarða íslenskra króna. Tæp sjötíu prósent af hlutafénu, 28 milljónir dala, um 3,3 milljarðar króna, fólst í breytingu á skuldum í hlutafé. Afgangurinn var nýtt hlutafé. Við hlutafjáraukninguna fór eignarhluti bandaríska drykkjavörurisans Anheurser-Busch InBev úr nítján prósentum í 23,3. Nýir hluthafar bættust við, bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan auk tveggja kunningja Jóns, suður-afríski fjárfestirinn Dennis Raeburn og gríski skipakóngurinn Eiles Mavroleon. Eignarhluti Jón og Kristjáns sonar hans fer hins vegar úr 73 prósentum í 55 prósent. Jón bendir á að heildarfjárfestingin nemi nú þrettán milljörðum króna, sem er álíka fjárhæð og hafði verið tryggð fyrir fyrsta áfanga kísilverksmiðju í Helguvík árið 2008. Ársreikningur Iceland Water Holdings liggur ekki fyrir. Félagið tapaði 12,5 milljónum dala árið 2009, þar af voru 10,3 milljónir dala, jafnvirði 1,2 milljarða, beint rekstrartap. Skuldir námu þá tæpum 67 milljónum dala, tæpum 7,9 milljörðum króna. Jón segir hlutafjáraukninguna nú og aukna sölu á heimsvísu bæta stöðu fyrirtækisins verulega, skuldir séu komnar niður í tuttugu milljónir dala. Jón segir söluna aukast jafnt og þétt í samræmi við aukið landnám. Salan jókst um 86 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins. Vöxturinn hefur verið mestur í Kanada en þar jókst salan um 330 prósent frá sama tíma í hittifyrra. Þá er vatnið jafnframt til sölu í Kína og Rússlandi. „Áttatíu prósent sölunnar eru í Bandaríkjunum. Við stefnum á að þegar fram líði stundir verði salan jafn mikil í Bandaríkjunum og í Kína,“ segir Jón en í undirbúningi er að opna skrifstofu í Hong Kong á næstunni. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira