Handbolti

Þórir að veikjast

Henry Birgir Gunnarsson í Linköping skrifar
Þórir Ólafsson.
Þórir Ólafsson.
Guðmundur Guðmundsson mun tilkynna í kvöld hvaða leikmenn hann tilkynnir til leiks á HM. Guðmundur er með 17 manns hér í Svíþjóð en má nota 16 hverju sinni.

Til greina kemur að tilkynna aðeins 15 leikmenn til að byrja með og koma svo inn með sextánda manninn síðar.

Smá spurningamerki er með Þóri Ólafsson en hann virtist vera að veikjast er hann vaknaði í morgun.

Hann tók þá þátt í æfingu dagsins og hann tjáði blaðamanni Vísis eftir æfingu að hann væri bjartsýnn á að geta hrist slenið af sér fljótt. Hann væri þreyttur eftir mikla keyrslu. Læknir landsliðsins mun meta stöðuna á honum í kvöld.

Ingimundur Ingimundarson tók takmarkaðan þátt í æfingunni í dag en það eru varúðarraðstafanir að því er Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir.

Ingimundur meiddist á ökkla í gegn Þjóðverjum um síðustu helgi og Guðmundur hefur hlíft honum síðan. Þjálfarinn segir þó Ingimund vera til í að spila af fullum krafti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×