Handbolti

Snorri Steinn: Fyrri hálfleikurinn var nánast fulkominn

„Við lögðum allt í þennan leik og ætluðum ekki brenna okkur á neinu eins og Austurríki gerði á móti þeim," sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir 36-22 sigur Íslands gegn Japan á HM í kvöld. Ísland er með 6 stig eftir þrjár leiki. „Við vorum vel einbeittir og vel undirbúnir."

Fyrri hálfleikurinn var nánast fullkominn? „Já, við lögðum grunninn að því þar. Vörnin var frábær og Björgvin var frábær. Við vorum bara með unninn leik í höndunum eftir fyrri hálfleikinn. Mér líst vel á leikinn gegn Austurríki. Við eigum harma að hefna þar, spiluðum hræðilega gegn þeim á dögunum og það eru gríðarlega mikilvæg stig í boði í þeim leik," sagði Snorri við Stöð 2 Sport í kvöld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×