Viðskipti innlent

Gufubaðið á Laugarvatni opnar aftur í sumar

Í sumarbyrjun opnar gufubaðið á Laugarvatni aftur undir nafninu Laugarvatn Fontana - uppspretta vellíðunnar. Gert er ráð fyrir að starfsemin skapi 10 til 12 stöðugildi á staðnum.

Í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu segir að nýja gufubaðinu sé líklega betur lýst sem glæsilegum baðstað með alls kyns aðstöðu til slökunar, upplifunar og afþreyingar fyrir Laugvetninga og þann mikla fjölda innlendra og erlendra ferðamanna sem sækja Laugarvatn heim.

Nýja gufubaðið verður eins og áður byggt ofan á gufuhvernum og verður því áfram náttúrulegt gufubað. Byggingin er 750 fm, með fyrsta flokks búningsherbergjum, veitinga- og þjónusturými auk baðsvæðisins sem er utandyra.

„Verkefnið er að taka gömlu Gufuna lengra og gera að áfangastað sem eftirsóknarvert er að heimsækja allan ársins hring. Nýi baðstaðurinn skapar þannig tækifæri til aukinnar tekjumyndunar fyrir bæjarfélagið og íbúa svæðisins. Gert er ráð fyrir að það skapi 10 til 12 stöðugildi. Jafnframt stuðlar starfsemin að áframhaldandi vexti og þróun þjónustu við ferðamenn á Laugarvatni," segir í tilkynningunni.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×