Rafmagnslaus sársauki Sara McMahon skrifar 22. mars 2011 00:01 Tónleikar Hurts í Vodafone-höllinni Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Hurts fóru fram í Vódafónhöllinni síðastliðinn sunnudag. Meðlimir sveitarinnar eru yfirlýstir Íslandsvinir og svo virðist sem aðdáunin sé gagnkvæm því nokkuð var af fólki í höllinni. Hurts leikur svokallað synthapopp og eru lögin hádramatísk, dansvæn og grípandi. Hljómsveitarmeðlimirnir eru jafnframt með þeim smekklegri í bransanum í dag og hefur svo vel klædd sveit líklega aldrei stigið á svið í Vódafónhöllinni áður. Tónleikarnir sjálfir voru nokkuð góðir til að byrja með. Söngvaranum, Theo Hutchcraft, fipaðist hvergi í söng sínum og hljómborðsleikarinn Adam Anderson stóð sig einnig með sóma og lék af fingrum fram á píanóið. Það tók þó svolitla stund fyrir þá félaga að hita áheyrendur upp og fá fólk til að dilla sér við synthapopptónana og þegar það loks gerðist sló rafmagninu af og ekkert heyrðist í tónlistarmönnunum. Hutchcraft var fljótur til og fékk áheyrendur til liðs við sig í svolitlum samsöng áður en hann hvarf af sviðinu á meðan unnið var að því að koma rafmagninu aftur á. Svo illa vildi til að rafmagninu sló aftur af í miðjum klíðum stuttu síðar og var þá áheyrendum og hljómsveitarmeðlimum nóg boðið. Einhverjir yfirgáfu þá staðinn heldur súrir í bragði og má með sanni segja að þetta hafi verið hræðilegt "antíklímax" á annars ágætum tónleikum. Niðurstaða: Á heildina litið stóð hljómsveitin sig vel en tónleikarnir náður engu flugi vegna tæknilegra örðugleika. Mest lesið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónleikar Hurts í Vodafone-höllinni Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Hurts fóru fram í Vódafónhöllinni síðastliðinn sunnudag. Meðlimir sveitarinnar eru yfirlýstir Íslandsvinir og svo virðist sem aðdáunin sé gagnkvæm því nokkuð var af fólki í höllinni. Hurts leikur svokallað synthapopp og eru lögin hádramatísk, dansvæn og grípandi. Hljómsveitarmeðlimirnir eru jafnframt með þeim smekklegri í bransanum í dag og hefur svo vel klædd sveit líklega aldrei stigið á svið í Vódafónhöllinni áður. Tónleikarnir sjálfir voru nokkuð góðir til að byrja með. Söngvaranum, Theo Hutchcraft, fipaðist hvergi í söng sínum og hljómborðsleikarinn Adam Anderson stóð sig einnig með sóma og lék af fingrum fram á píanóið. Það tók þó svolitla stund fyrir þá félaga að hita áheyrendur upp og fá fólk til að dilla sér við synthapopptónana og þegar það loks gerðist sló rafmagninu af og ekkert heyrðist í tónlistarmönnunum. Hutchcraft var fljótur til og fékk áheyrendur til liðs við sig í svolitlum samsöng áður en hann hvarf af sviðinu á meðan unnið var að því að koma rafmagninu aftur á. Svo illa vildi til að rafmagninu sló aftur af í miðjum klíðum stuttu síðar og var þá áheyrendum og hljómsveitarmeðlimum nóg boðið. Einhverjir yfirgáfu þá staðinn heldur súrir í bragði og má með sanni segja að þetta hafi verið hræðilegt "antíklímax" á annars ágætum tónleikum. Niðurstaða: Á heildina litið stóð hljómsveitin sig vel en tónleikarnir náður engu flugi vegna tæknilegra örðugleika.
Mest lesið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira