Handbolti

Guðmundur má tvisvar sinnum breyta hópnum á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands.
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd/Anton
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, valdi í kvöld þá 17 leikmenn sem fara til Svíþjóðar á HM í handbolta sem hefst á föstudaginn. Guðmundur hafði í huga við valið að nýjar reglur gilda núna um leikmannahópanna í keppninni.

Hver landsliðsþjálfari velur sextán leikmenn sem hann tilkynnir inn fyrir fyrsta leik á HM en hann fær síðan tvö tækifæri til þess að breyta hópnum, það er skipta leikmanni út og taka annan inn í staðinn.

Áður mátti aðeins breyta hópnum milli riðlakeppni og keppni í milliriðli eða milli keppni í milliriðli og leikja um sæti. Að þessu sinni getur þjálfari breytt liðinu hvenær sem er en hann færi hinsvegar bara tvo möguleika til þess að breyta hópnum í allri keppninni.

Guðmundur valdi því sautján leikmenn og einn af strákunum mun því vera fyrir utan hópinn til þess að byrja með en verður janframt tilbúinn ef Guðmundur þarf að kalla á hann vegna meiðsla eða taktískra breytinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×