Viðskipti innlent

Sjóvá húsið til leigu, líkamsrækt og gufubað í kjallara

Myndin er á vefsíðu Reita.
Myndin er á vefsíðu Reita.

Reitir fasteignafélag hafa sett Sjóvá húsið í Kringlunni til leigu. Innifalið í leigunni eru líkamræktarherbergi og gufubað í kjallara og 60 bílastæði í lokuðum kjallara.

Á vefsíðu Reita segir að til leigu sé um 5.504 fm vandað skrifstofuhúsnæði og þjónustuhúsnæði í Kringlunni í Reykjavík. Húsnæðið sem er á 7 hæðum skiptist í rúmgóða móttöku og opin vinnurými, marmari á gólfum og tvær lyftur.

Skrifstofuhæðirnar skiptast í skrifstofur, opin vinnurými, fundarherbergi og snyrtingar. Parket og flísar á gólfum. Á efstu hæð eru opin vinnurými , eldhús, matsalur með útgegni á rúmgóðar svalir. Glæsilegt útsýni til allra átta.

Í kjallara er líkamsræktarherbergi ,sturtur, gufubað, server herbergi og geymslur. Um 60 stæði eru í lokuðum bílakjallara. Húsið sem er allt hið vandaðasta er staðsett við vinsælustu verslunarmiðstöð landsins.

Reitir hét áður Landic Property og er stærsta fasteignafélag landsins. Það er að mestu í eigu stóru bankanna þriggja.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×