Handbolti

Wilbek búinn að velja 15 manna hóp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Michael Knudsen.
Michael Knudsen.

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, hefur valið 15 manna hóp fyrir HM í Svíþjóð sem hefst í þessari viku.

Það má nota 16 leikmenn og Wilbek heldur lokasætinu lausu sem stendur þar sem ekki er enn útséð með hvort línumaðurinn Michael Knudsen geti spilað. Afar ólíklegt er að hann verði með í riðlakeppninni en hann gæti komið inn í milliriðlakeppnina.

Ef hann fer ekki fer Jacon Bagersted í hans stað en það skýrist fljótlega.

Landsliðshópur Dana er eftir sem áður afar sterkur og reynslumikill.

Þess má síðan geta að Danir unnu lokaæfingaleik sinn fyrir HM er þeir skelltu Túnis, 26-20.

Danski hópurinn:

Niklas Landin

Søren Rasmussen

Hans Lindberg

Lasse Svan Hansen

Lars Christiansen

Anders Eggert

Kasper Søndergaard

Mads Christiansen

Bo Spellerberg

Thomas Mogensen

Mikkel Hansen

Lasse Boesen

Kasper Nielsen

Jesper Nøddesbo

René Toft Hansen




Fleiri fréttir

Sjá meira


×