Viðskipti innlent

Á leiðinni upp úr öldudal

Sala á bílum fer vel af stað á árinu.fréttablaðið/gva
Sala á bílum fer vel af stað á árinu.fréttablaðið/gva
Sala á bílum hefur aukist um helming milli ára, ef janúarmánuður í ár er borinn saman við janúar í fyrra. Á upplýsingatorgi Umferðarstofu sést að 197 nýjar fólksbifreiðar voru nýskráðar í janúar 2011 en aðeins 88 bílar í sama mánuði á síðasta ári.

„Þetta er hugsanlega merki um að við séum að komast upp úr öldudal," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambands Íslands, sem telur söluaukninguna meðal annars endurspegla vel þá gríðarlegu þörf fyrir að endurnýja bílaflotann á landinu.- rve/ allt í miðju blaðsins





Fleiri fréttir

Sjá meira


×