Jól

Sálmur 75 - Ó, Jesúbarn, þú kemur nú í nótt

Jakob Jóhannesson Smári W.H. Monk 1861 - sb. 1945 Ó, JESÚBARN þú kemur nú í nótt, og nálægð þína ég í hjarta finn. Þú kemur enn, þú kemur undra hljótt, í kotin jafnt og hallir fer þú inn. Þú kemur enn til þjáðra' í heimi hér með huggun kærleiks þíns og æðsta von. Í gluggaleysið geisla inn þú ber, því guðdómsljóminn skín um mannsins son. Sem ljós og hlýja' í hreysi dimmt og kalt þitt himneskt orð burt máir skugga' og synd. Þín heilög návist helgar mannlegt allt, í hverju barni sé ég þína mynd.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×