Ráðherra óskar upplýsinga um Vestiu 20. janúar 2011 00:01 Steingrímur J. Sigfússon Sagði auðvelt að gera hlutina tortryggilega en ekki mætti ala á tortryggninni.Fréttablaðið/gva Fjármálaráðherra sendi Bankasýslu ríkisins bréf í gærmorgun og óskaði eftir öllum þeim upplýsingum sem unnt væri að veita um aðdraganda að sölu Landsbankans á eignarhaldsfélaginu Vestiu til Framtakssjóðs Íslands. Guðlaugur Þór Þórðarson spurði ráðherrann um málið á Alþingi í gær, meðal annars hvort til stæði að upplýsa um söluverð þeirra fyrirtækja sem seld voru yfir til Framtakssjóðsins frá Landsbankanum. Það væri grundvallaratriði. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kvaðst ekki kannast við að nokkru hefði verið leynt í málinu. Fram hefði komið í skriflegu svari til þingmannsins að heildarverðið hefði verið um 15,5 milljarðar, Landsbankinn héldi eftir 19 prósenta hlut í Icelandic Group og eignaðist 25 prósent í Framtakssjóðnum. Þá hefði hlutafé Icelandis verið metið á 13,9 milljarða og samanlagt verðmæti annarra fyrirtækja innan Vestiu á 4,25 milljarða. Steingrímur nefndi einnig að í viðræðum við fjárfestingarsjóðinn Tríton væri Framtakssjóðurinn í raun ekki samningsaðili, heldur fyrirtækið Icelandic Group, enda snerust viðræðurnar um sölu á erlendum eignum út úr félaginu. Lilja Mósesdóttir og Magnús Orri Schram, formaður og varaformaður viðskiptanefndar, voru bæði gagnrýnin á söluferlið, sögðu það ekki yfir vafa hafið og að mögulegir kaupendur væru ekki jafnsettir. Lilja sagði að nefndin hefði í síðustu viku beðið Landsbankann um eignamat einstakra hluta Vestia þegar þeir voru færðir í Framtakssjóðinn. „Þær upplýsingar fengust ekki," sagði Lilja og bætti við að hún ætlaðist til að Bankasýslan útvegaði nefndinni upplýsingarnar. - sh Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fjármálaráðherra sendi Bankasýslu ríkisins bréf í gærmorgun og óskaði eftir öllum þeim upplýsingum sem unnt væri að veita um aðdraganda að sölu Landsbankans á eignarhaldsfélaginu Vestiu til Framtakssjóðs Íslands. Guðlaugur Þór Þórðarson spurði ráðherrann um málið á Alþingi í gær, meðal annars hvort til stæði að upplýsa um söluverð þeirra fyrirtækja sem seld voru yfir til Framtakssjóðsins frá Landsbankanum. Það væri grundvallaratriði. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kvaðst ekki kannast við að nokkru hefði verið leynt í málinu. Fram hefði komið í skriflegu svari til þingmannsins að heildarverðið hefði verið um 15,5 milljarðar, Landsbankinn héldi eftir 19 prósenta hlut í Icelandic Group og eignaðist 25 prósent í Framtakssjóðnum. Þá hefði hlutafé Icelandis verið metið á 13,9 milljarða og samanlagt verðmæti annarra fyrirtækja innan Vestiu á 4,25 milljarða. Steingrímur nefndi einnig að í viðræðum við fjárfestingarsjóðinn Tríton væri Framtakssjóðurinn í raun ekki samningsaðili, heldur fyrirtækið Icelandic Group, enda snerust viðræðurnar um sölu á erlendum eignum út úr félaginu. Lilja Mósesdóttir og Magnús Orri Schram, formaður og varaformaður viðskiptanefndar, voru bæði gagnrýnin á söluferlið, sögðu það ekki yfir vafa hafið og að mögulegir kaupendur væru ekki jafnsettir. Lilja sagði að nefndin hefði í síðustu viku beðið Landsbankann um eignamat einstakra hluta Vestia þegar þeir voru færðir í Framtakssjóðinn. „Þær upplýsingar fengust ekki," sagði Lilja og bætti við að hún ætlaðist til að Bankasýslan útvegaði nefndinni upplýsingarnar. - sh
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira