Viðskipti innlent

Landsbankinn yfirtók íbúð Jóns Ásgeirs

Valur Grettisson skrifar
Íbúðin er á Manhattan.
Íbúðin er á Manhattan.
Skilanefnd Landsbankans tók yfir lúxusíbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í New York samkvæmt upplýsingum frá skilanefnd bankans.

í New York Observer kom fram að íbúðin hefði verið keypt af félaginu Mynni ehf. fyrir 22 milljónir dollara eða 2,6 milljarða. Jón Ásgeir vildi fá 25 milljónir dollara fyrir íbúðina.

Það var Eyjólfur Gunnarsson, starfsmaður skilanefndarinnar, sem sá um viðskiptin.

Sama félag seldi einnig hús Björgólfs Thors Björgólfssonar á dögunum samkvæmt frétt sem birtist í Fréttatímanum á föstudaginn.

Samkvæmt upplýsingum frá skilanefnd Landsbankans verður íbúðin sett í söluferli og vonir standa til að fá 25 milljónir dollara fyrir íbúðina, eða tæpa þrjá milljarða króna.


Tengdar fréttir

Jón Ásgeir selur glæsivillu í New York til annars Íslendings

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur selt glæsi-íbúð sína í Gramercy Park í New York en samkvæmt blaðinu New York Observer, var það athafnamaðurinn Eyjólfur Gunnarsson sem keypti íbúðina í gegnum eignarhaldsfélags sitt, Mynni ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×