Viðskipti innlent

Geysir Green Energy tapaði tæplega 18 milljörðum

HS orka var stærsta eign GGE en félagið seldi Magma hlutinn fyrir 16 milljarða.
HS orka var stærsta eign GGE en félagið seldi Magma hlutinn fyrir 16 milljarða.

Geysir Green Energy (GGE) tapaði 17,8 milljörðum króna á árinu 2009. Það tap bætist við 16,7 milljarða tap félagsins á árinu 2008. Þetta kemur fram í ársreikningi GGE fyrir árið 2009 sem greint er frá á vef Viðskiptablaðsins (vb.is).

Þar segir að GGE hafi farið mikinn á árunum fyrir hrun og var þá meðal annars að stórum hluta í eigu FL Group. Nú heldur Íslandsbanki, helsti lánardrottinn þess, á nánast öllum eignarhlutum í GGE.

Í ársreikningnum kemur fram að eignir GGE séu metnar á 22,6 milljarða króna í árslok 2009 en að skuldir þess séu 30,6 milljarðar króna. Eigið fé félagsins var því neikvætt um 8 milljarða króna í lok ársins 2009.

Í maí síðastliðnum seldi GGE langverðmætustu eign sína, 52,3% eignarhlut í HS Orku, til Magma Energy á 16 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×