Handbolti

Naumur sigur Spánverja á Túnis

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. AFP
Spánverjar unnu ósannfærandi sigur á Túnis á HM í handbolta í dag. Þeir voru lengi að slíta ferska Túnusmenn frá sér og voru undir um miðjan seinni hálfleik. Lokatölur voru 18-21.

Spánverjar eru eitt þeirra liða sem Ísland mætir í milliriðlinum á HM, að því gefnu að bæði lið komist þangað, eins og reyndar allt stefnir í.

Spánverjar voru hreint ekki sannfærandi í leiknum. Fyrsta mark leiksins skoraði Túnis og það kom eftir rúmar átta mínútur. Staðan í hálfleik var 9-7 fyrir Spán.

Markmaður Túnis var frábær og þeir komust yfir í síðari hálfleiknum. Sóknarleikur Spánverja var slakur.

Þrátt fyrir allt tókst Spánverjum að innbyrða sigur með því að vera sterkari á lokamínútunum, 18-21.

Þetta spænska lið hlýtur að eiga meira inni, þeir náðu sjötta sæti á EM í Austurríki en hafa reyndar verið á niðurleið síðan þeir urðu heimsmeistarar árið 2005 og tóku silfrið á EM 2006.

Þá vann Þýskaland stórsigur á Bahrain í sama riðli dag, 38-18. Lars Kaufman skoraði níu mörk fyrir Þjóðverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×