Ekkert lát á verðhækkunum á kaffibaunum 29. mars 2011 09:18 Ekkert lát er á verðhækkunum á kaffibaunum á hrávörumörkuðum heimsins. Verðið hefur nær tvöfaldast á liðnu ári og ekki er útlit fyrir annað en að verðið eigi enn eftir að hækka töluvert. Fjallað er um málið á brösen.dk. Þar kemur fram að danskir kaffineytendur hafi orðið verulega fyrir barðinu á þessum hækkunum. Þannig kostaði poki af Merril kaffi um 30 krónur danskar út úr búð í Kaupmannahöfn fyrir ári síðan. Nú stefnir þetta verð hraðbyri í 60 krónur danskar. Útsöluverð á þessum kaffipoka er þegar komið í 43 krónur danskar. Rætt er við Michael Svendsen innkaupastjóra hjá Dansk Supermarked en hann segir að á síðasta ári hafi þeir neyðst til þess að hækka verð á kaffi um allt að 40%. Svendsen reiknar með áframhaldandi verðhækkunum. „Staðan á mörkuðunum er verulega villt,“ segir Svendsen. „Við erum neyddir til þess að velta verðhækkunum út í verðlagið til neytenda. Það verður spennandi að sjá hvar þetta endar. En í augnablikinu verðum við ekki vör við samdrátt í kaffisölunni þrátt fyrir verðhækkanir.“ Börsen nefnir að þær tvær tegundir af kaffibaunum, sem eru ráðandi á markaðinum, Robusta og Arabica hafi báðar hækkað um yfir 80% á liðnu ári. Samkvæmt sérfræðingum er reiknað með að verðið muni hækka um a.m.k. 23% í viðbót á næstunni. Ástæðan fyrir skorti á kaffibaunum er uppskerubrestur víða í heiminum og mikill áhugi spákaupmanna á ýmissi hrávöru. Í ár eykur svo hefðbundin niðursveifla á framboðinu frá Brasilíu á vandann en Brasilíumenn hvíla ákveðinn hluta af kaffibaunaökrum sínum annað hvert ár. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Ekkert lát er á verðhækkunum á kaffibaunum á hrávörumörkuðum heimsins. Verðið hefur nær tvöfaldast á liðnu ári og ekki er útlit fyrir annað en að verðið eigi enn eftir að hækka töluvert. Fjallað er um málið á brösen.dk. Þar kemur fram að danskir kaffineytendur hafi orðið verulega fyrir barðinu á þessum hækkunum. Þannig kostaði poki af Merril kaffi um 30 krónur danskar út úr búð í Kaupmannahöfn fyrir ári síðan. Nú stefnir þetta verð hraðbyri í 60 krónur danskar. Útsöluverð á þessum kaffipoka er þegar komið í 43 krónur danskar. Rætt er við Michael Svendsen innkaupastjóra hjá Dansk Supermarked en hann segir að á síðasta ári hafi þeir neyðst til þess að hækka verð á kaffi um allt að 40%. Svendsen reiknar með áframhaldandi verðhækkunum. „Staðan á mörkuðunum er verulega villt,“ segir Svendsen. „Við erum neyddir til þess að velta verðhækkunum út í verðlagið til neytenda. Það verður spennandi að sjá hvar þetta endar. En í augnablikinu verðum við ekki vör við samdrátt í kaffisölunni þrátt fyrir verðhækkanir.“ Börsen nefnir að þær tvær tegundir af kaffibaunum, sem eru ráðandi á markaðinum, Robusta og Arabica hafi báðar hækkað um yfir 80% á liðnu ári. Samkvæmt sérfræðingum er reiknað með að verðið muni hækka um a.m.k. 23% í viðbót á næstunni. Ástæðan fyrir skorti á kaffibaunum er uppskerubrestur víða í heiminum og mikill áhugi spákaupmanna á ýmissi hrávöru. Í ár eykur svo hefðbundin niðursveifla á framboðinu frá Brasilíu á vandann en Brasilíumenn hvíla ákveðinn hluta af kaffibaunaökrum sínum annað hvert ár.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira