Viðskipti innlent

Ríkiskaup gera rammasamning við RV

Í kjölfar nýlegs útboðs Ríkiskaupa á hreinlætisvörum og hreinlætispappír, hafa Ríkiskaup ákveðið að semja við Rekstrarvörur (RV).

Í tilkynningu segir að rammasamningur um hreinlætisvörur og hreinlætispappír, hefur tekið gildi og samningstíminn er 2 ár, með heimild til framlengingar tvisvar um eitt ár í senn. RV fékk hæstu einkunn af þeim sem buðu, eða 93 stig af 100 mögulegum.

Það er því mikið ánægjuefni að áskriftaraðilar að rammasamningskerfi Ríkiskaupa munu áfram njóta mesta vöruúrvals, hæstu vörugæða og hagstæðasta verðs, með því að versla hreinlætisvörur og hreinlætispappír hjá RV, ásamt fjölda vara í öðrum gildum rammasamningum RV og Ríkiskaupa.

Í útboðinu var tekið fram að æskilegt væri að boðnar vörur væru umhverfisvænar, skv. handbók umhverfisráðuneytis um umhverfisvæn innkaup. RV leggur einmitt áherslu á að bjóða mikið og breitt úrval af vörum sem hafa hlotið umhverfisvottun, eins og Svansmerkið, Evrópublómið o.fl. Þar má t.d. nefna hreinsiefni, gólfbón, uppþvottaefni, uppþvottavélaefni, tauþvottaefni, wc pappír, handþurrkur, moppur, klúta, bleiur, ljósritunarpappír o.fl. og úrvalið eykst jafnt og þétt.

RV er með fjölda gildandi rammasamninga við Ríkiskaup í ólíkum vöruflokkum. Þar má nefna ritföng og skrifstofuvörur, ljósritunarpappír, plastvörur, einnota og fjölnota borðbúnað, einnota hanska, bleiur, undirlegg , dömubindi, sáraumbúðir o.fl.

Ríkisstofnanir og sveitarfélög geta sparað, einfaldað og hagrætt verulega í innkaupum sínum með því að nýta vel rammasamningana við RV. Rúmlega 900 stofnanir og fyrirtæki ríkis og sveitarfélaga eru aðilar að rammasamningskerfinu. RV er það fyrirtæki sem er með flesta gildandi rammasamninga við Ríkiskaup.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×