Sport

West Ham vill losa sig við McCarthy - en hann vill ekki fara

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy er ekki vinsælasti leikmaðurinn hjá stuðningsmönnum West Ham.
Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy er ekki vinsælasti leikmaðurinn hjá stuðningsmönnum West Ham. Nordic Photos/Getty Images

Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy er ekki vinsælasti leikmaðurinn hjá stuðningsmönnum West Ham en hann hefur ekki skorað mark fyrir félagið á því eina ári sem hann hefur verið hjá liðinu. Framherjinn hefur alls ekki náð að halda líkamsþyngd sinni í skefjum og nú er svo komið að forráðamenn liðsins vilja losa sig við McCarthy.

Hann fékk tilboð um ljúka störfum hjá liðinu gegn því að fá milljón pund í eingreiðslu við starfslok, eða 186 milljónir kr.

Þessu tilboði hafnaði McCarthy en samningur hans við West Ham rennur út í júní á næst ári. Hann er með um 50.000 pund í vikulaun eða 9,3 milljónir kr. og hann gæti því fengið um 750 milljónir kr. í laun á samningstímanum - án þess að spila. McCarthy er ekki í 25 leikmannahóp West Ham en hann var áður í herbúðum Blackburn en var keyptur á síðasta degi félagaskiptagluggans í janúar fyrir ári síðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×