Handbolti

Ivano Balic í viðtali hjá Stefan Lövgren - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Bongarts
Króatinn Ivano Balic er af mörgum talinn einn allra besti handknattleiksmaður heims en hann verður í eldlínunni á HM í Svíþjóð sem hefst í dag.

Stevan Lövgren var einnig talinn einn sá allra besti í heiminum í handbolta en hann er nú hættur að spila. Hann starfar í dag sem sérfræðingur hjá sænskri sjónvarpsstöð og tók nýverið viðtal við Balic.

„Mér finnst erfitt að tala um minn eigin leikstíl og vil fyrst og fremst njóta þess að spila," sagði hann meðal annars í viðtalinu sem má sjá með því að smella hér.

„Kannski að ég geti frekar rætt þetta eftir um tíu ár. Ég legg í dag áherslu á það að vera ánægður inn á vellinum og oftast er ég það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×