Ríkir Íslendingar kaupa lúxusbíla 7. janúar 2011 15:00 Sala á bílum eins og Land Cruiser og Porsche Cayenne fer greitt af stað á árinu. Mynd/GVA „Sem betur fer er fullt af fólki sem á pening," segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. Sala á nýjum bílum hefur farið nokkuð greitt af stað þessa fyrstu viku ársins. Alls hafa 37 bílar selst, en af þeim eru fjórtán sem geta talist lúxusbílar. Þá er átt við bíla á borð við Audi, Porsche Jeep Cherokee og síðast en ekki síst Toyota Land Cruiser, en fjórir slíkir hafa selst í vikunni á níu til tólf milljónir króna hver. Páll segir Land Cruiserinn hafa selst vel undanfarin misseri, á meðan smærri bílar seljist ekki eins vel. „Hann er sá bíll sem seldist best á landinu til einstaklinga," segir Páll. Á meðal þess sem orsakar góða bílasölu er að um áramót var lögum um vörugjöld breytt þannig að gjöld lækka á bílum með minni skráða losun á koltvísýringi. Þannig hefur verð lækkað á ýmsum bílum, en þó mest í krónum talið á dýrum lúxusbílum. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi til að mynda frá því í vikunni að verð á Porsche Cayenne jeppanum lækkaði um allt að milljón krónur. Markaðurinn var ekki lengi að taka við sér en fjórir bílar hafa selst á árinu. Land Cruiser lækkar ekki jafn mikið. „Hann fer úr 45% vörugjaldaflokki í 44% þannig að hann er að lækka um 50 þúsund kall. Vinsælasti bíllinn," segir Páll. Minni bílar seljast minna en áður og Páll segir ástæðuna fyrir því vera að hópurinn sem keypti þá hafi minni fjárráð en áður. „Þeir sem eru að kaupa bíla eru fyrst og fremst þeir sem hafa sparað og eiga pening. Og þeir kaupa stærri bíla." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
„Sem betur fer er fullt af fólki sem á pening," segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. Sala á nýjum bílum hefur farið nokkuð greitt af stað þessa fyrstu viku ársins. Alls hafa 37 bílar selst, en af þeim eru fjórtán sem geta talist lúxusbílar. Þá er átt við bíla á borð við Audi, Porsche Jeep Cherokee og síðast en ekki síst Toyota Land Cruiser, en fjórir slíkir hafa selst í vikunni á níu til tólf milljónir króna hver. Páll segir Land Cruiserinn hafa selst vel undanfarin misseri, á meðan smærri bílar seljist ekki eins vel. „Hann er sá bíll sem seldist best á landinu til einstaklinga," segir Páll. Á meðal þess sem orsakar góða bílasölu er að um áramót var lögum um vörugjöld breytt þannig að gjöld lækka á bílum með minni skráða losun á koltvísýringi. Þannig hefur verð lækkað á ýmsum bílum, en þó mest í krónum talið á dýrum lúxusbílum. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi til að mynda frá því í vikunni að verð á Porsche Cayenne jeppanum lækkaði um allt að milljón krónur. Markaðurinn var ekki lengi að taka við sér en fjórir bílar hafa selst á árinu. Land Cruiser lækkar ekki jafn mikið. „Hann fer úr 45% vörugjaldaflokki í 44% þannig að hann er að lækka um 50 þúsund kall. Vinsælasti bíllinn," segir Páll. Minni bílar seljast minna en áður og Páll segir ástæðuna fyrir því vera að hópurinn sem keypti þá hafi minni fjárráð en áður. „Þeir sem eru að kaupa bíla eru fyrst og fremst þeir sem hafa sparað og eiga pening. Og þeir kaupa stærri bíla." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira