Handbolti

Þjóðverjar unnu öruggan sigur á Svíum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pascal Hens er hér kominn í gegnum vörn Svía í leiknum í dag.
Pascal Hens er hér kominn í gegnum vörn Svía í leiknum í dag.

Þýska landsliðið í handknattleik leit vel út í dag er það vann öruggan sigur á Svíum, 28-23, fyrir framan tæplega 12 þúsund manns í Color Line-höllinni í Hamborg.

Þjóðverjar voru lengi í gang en náðu frumkvæðinu um miðjan fyrri hálfleik og leiddu með tveim mörkum í hálfleik, 14-12.

Svíar máttu sín lítils gegn sterkri vörn Þjóðverja í leiknum og heimamenn fögnuðu í leikslok.

Mimi Kraus var markahæstur hjá Þjóðverjum með 7 mörk en hann var að leika sinn 100. landsleik. Oscar Carlén var atkvæðamestur hjá Svíum með 6 mörk.

Þjóðverjar halda nú til Íslands og spila við strákana okkar á föstudag og laugardag.

Örvhenta skyttan Holger Glandorf spilaði ekki með Þjóðverjum í dag en hann er að jafna sig af hnémeiðslum og mun líklegast spila gegn Íslendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×