Handbolti

Ólafur: Þetta er löng keppni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur er búinn að koma sér vel fyrir í stúkunni. Mynd/Valli
Ólafur er búinn að koma sér vel fyrir í stúkunni. Mynd/Valli

Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði er mættur í stúkuna í Himmelstalundshallen í Norrköping en þaðan mun hann fylgjast með leik Íslands og Brasilíu í kvöld vegna meiðsla.

Fyrirliðinn meiddist í leiknum gegn Ungverjalandi í gær, það kom vökvi inn á hnéð en myndataka í dag sýndi að meiðslin eru ekki alvarleg.

Blaðamaður Vísis hitti Ólaf í stúkunni rétt í þessu og lá ágætlega á honum.

"Þetta er ekki alvarlegt og ég er alveg rólegur. Þetta er löng keppni og ég þarf aðeins að passa mig. Ég er bara að hvíla núna," sagði Ólafur en liðið þarf líklega á honum að halda gegn Japan á mánudag en Japanir sýndu mögnuð tilþrif gegn Austurríki í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×